Fara í efni  

Tómstunda- og forvarnarnefnd (2002-2008)

36. fundur 31. ágúst 2004 kl. 17:15 - 19:00

36. fundur í tómstunda- og forvarnarnefnd var haldinn í fundarsal bæjarskrifstofu,  þriðjudaginn 31. ágúst 2004 og hófst hann kl. 17.15.


 Mættir: Hjördís Hjartardóttir, formaður 

            Sævar Haukdal, ritari

            Hildur Karen Aðalsteinsdóttir

            Eydís Líndal Finnbogadóttir

                                            

Íþróttabandalag Akraness:  

            Jón Þór Þórðarson

 

Sviðsstjóri tómstunda-        

 og forvarnarsviðs:  Aðalsteinn Hjartarson


 

Dagskrá fundar:

 

1.  Upplýsingar sviðsstjóra.

Sviðsstjóri skýrði frá stöðu mála.

 

2. Bréf frá bæjarráði vegna æfingatíma aldraðra í íþróttasal og sundlaug.

Beiðnin rædd og sviðstjóra falið að svara erindinu.

 

3. Hreyfing eflir hugann ? Evrópuár menntunar með iðkun íþrótta.

Lagt fram.

 

4. Endurskoðun viðmiðunarreglugerðar um úthlutun styrkja vegna barna og unglingastarfs í tómstundum á Akranesi.

Breytingar ræddar en ákvörðunar vísað til næsta fundar.

 

5. Bréf frá Tungusól vegna aðstöðu Sundfélagsins á Jaðarsbökkum.

Samningur er í gildi milli Akraneskaupstaðar og Sundfélags Akraness um rekstur ljósabekkja í íþróttamiðstöðinni að Jaðarsbökkum.  Þar kemur fram m.a. að 20% af sölutekjum renna til Akraneskaupstaðar fyrir þá aðstöðu sem veitt er í miðstöðinni (almennt þrif húsnæðis og bekkja, rafmagn, afgreiðsla og sturtur).  Fjármögnun og viðhald bekkja (perur, rafvirkjar, viðgerðir o.fl.) er alfarið í höndum og á kostnað Sundfélags Akraness.  

Leggja þarf áherslu á að aðgangseyrir að ljósabekkjum innifelur ekki aðgang að sundlaug.  Greiða þarf fyrir aðgang að sundlaug sérstaklega.  Þegar tekið er tillit til þessa þá telur nefndin að ekki fari fram niðurgreiðsla á þjónustu íþróttamiðstöðvarinnar til Sundfélags Akraness og styðst nefndin þar við ákvörðun Samkeppnisráðs. nr. 3/2002.

 

6. Nýjar áherslur/nýting fjármagns æskulýðsdeildar ? 2. umræða.

Sævar Haukdal og Hildur Karen Aðalsteinsdóttir lögðu fram tillögu að breyttu skipulagi í æskulýðsmálum sem byggð var m.a. á hugmyndum sem þegar höfðu komið fram á fundum nefndarinnar.  Tillagan var rædd en málinu vísað til næsta fundar.

 

7. Önnur mál.

Engin önnur mál.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19.15

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00