Fara í efni  

Tómstunda- og forvarnarnefnd (2002-2008)

38. fundur 26. október 2004 kl. 19:45 - 21:00

38. fundur í tómstunda- og forvarnarnefnd var haldinn í fundarsal bæjarskrifstofu,  þriðjudaginn 26. október 2004 og hófst hann kl. 19.45.


 

Mættir:               Eydís Líndal

                         Hildur Karen Aðalsteinsdóttir

                         Hjördís Hjartardóttir, formaður

                         Katrín Rós Baldursdóttir

                         Sævar Haukdal, ritari

                                            

Sviðsstjóri tómstunda-      

 og forvarnarsviðs:   Aðalsteinn Hjartarson


 

Dagskrá fundar:

 

1. Breytingar á reglugerðum um styrki

Eftirtaldar breytingar á viðmiðunarreglugerð um styrkveitingar til tómstundarstarfs barna og unglinga voru samþykktar:

 

a) Umsóknarfrestir eru 15. apríl og 15. október.

 

b) Lögð er sérstök áhersla á að styrkja starf með ungmenni á aldrinum 13 ? 19 ára.

 

Tillaga Hildar Karenar þar sem lagt var til að viðmiðunaraldur styrkja yrði lækkaður úr 6 ? 12 ára niður í 4 ? 12 ára var felld með þremur atkvæðum Eydísar, Katrínar og Hjördísar gegn atkvæðum Sævars og Hildar Karenar.

 

Sviðstjóra falið að sækja um aukið fjármagn í styrkveitingar til tómstundarstarfs barna yngri en 6 ára.

 

Eftirtaldar breytingar á viðmiðunarreglugerð um styrki til utanlandsferða voru samþykktar:

 

a)  ... ef meirihluti styrkþega er yngri en 17 ára skal miðað við 1 fararstjóra, ef hópurinn er 5 ? 10 manns, tvo fararstjóra ef hópurinn er 11 ? 20 manns...

 

b)  Taka út:  Sömu einstaklingar geta ekki fengið styrk oftar en á 4 ára fresti.

 

 

2. Nýjar áherslur/nýting fjármagns æskulýðsdeildar ? 3. umræða.

Sviðstjóra falið að kynna bæjarráði hugmyndir nefndarinnar að nýju skipulagi æskulýðsmála samkvæmt tillögu nefndarinnar.

 

3. Fjölskyldustefna Akraneskaupstaðar.

Tómstunda- og forvarnarnefnd styður gerð fjölskyldustefnu Akraneskaupstaðar. Tillögur nefndarinnar ræddar, en afgreiðslu frestað til næsta fundar.


4. Önnur mál.

Sviðstjóri gerði grein fyrir fyrirhuguðum haustfundi menntamálaráðuneytis  varðandi íþrótta og æskulýðsmál.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 21.20

 

Næsti fundur verður haldinn þann 3 nóvember kl. 18.15

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00