Tómstunda- og forvarnarnefnd (2002-2008)
40. fundur í tómstunda- og forvarnarnefnd var haldinn í fundarsal bæjarskrifstofu, þriðjudaginn 16. desember 2004 og hófst hann kl. 19:30.
Mættir: Hildur Karen Aðalsteinsdóttir
Hjördís Hjartardóttir, formaður
Katrín Rós Baldursdóttir
Sævar Haukdal, ritari
Eydís Líndal
Íþróttabandalag Akraness: Jón Þór Þórðarson
Sviðsstjóri tómstunda-
og forvarnarsviðs:
Dagskrá fundar:
1. Upplýsingar sviðsstjóra.
Sviðsstjóri sagði frá verkefnum líðandi stundar og kvaddi.
2 Umsókn Skátafélags Akraness ? Leikjanámskeið.
Nefndin ræddi málið og vísar afgreiðslu til næsta fundar.
3. Umsókn um ferðastyrk ? Dansfélagið Gulltoppur.
Sviðsstjóra falið að afgreiða styrkumsóknina samkvæmt reglugerð þar að lútandi.
4. Bréf bæjarráðs vegna hjóla- / línuskautaaðstöðu.
Bréfið lagt fram. Nefndin lýsir yfir áhuga sínum á því að vinna þetta verkefni í samstarfi við unglinga á Akranesi.
5. Bréf bæjarráðs vegna breytinga á viðmiðunarreglum um ferðastyrki.
Bréfið lagt fram. Nefndin ræddi mögulegar breytingar á styrkveitingum sem vísað er til næsta fundar.
6. Bréf frá bæjarstjórn varðandi starfshóp um heilsdagsskóla.
Brefið lagt fram. Skipun fulltrúa frestað til næsta fundar.
7. Bréf frá bæjarstjórn varðandi framtíðarskipulag laugarsvæðis.
Bréfið lagt fram.
8. Bréf frá bæjarstjórn varðandi stofnun sjóðs vegna íþróttamannvirkja.
Bréfið lagt fram.
9. Bréf frá bæjarstjórn varðandi Bíóhöllina.
Bréf lagt fram. Óskað er eftir því að fulltrúi nefndarinnar komi að gerð útboðsgagna vegna þeirra afskipta sem nefndin hefur haft af málefnum bíóhallarinnar til þessa.
10. Bréf frá bæjarráði Akraness varðandi málþing í Fjarðarbyggð.
Bréf lagt fram.
11. Bréf frá sviðsstjóra og tómstundafulltrúa varðandi ungmennalýðræði.
Bréf lagt fram. Nefndin þakkar unglingum fyrir góðan og málefnalegan fund.
12. Önnur mál.
Eydís vakti athygli á alvarlegri stöðu málefna Arnardals með fyrirhuguðu brotthvarfi tómstundarfulltrúa á næstu vikum.
Nefndin hvetur bæjaráð til þess að klára þá skipulagsvinnu sem í gangi er. Hildur Karen, Eydís, Katrín Rós og Sævar Haukdal harma jafnframt að hafa ekki verið upplýst um þá stöðu sem uppi er í málefnum sviðsins og hvað framundan er í þeim málum á komandi misserum.
Nefndin þakkar Aðalsteini hjartanlega fyrir samstarfið síðustu 2 ár og óskar honum alls hins besta á nýjum vettvangi.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl 21.00
Næsti fundur verður haldinn 13. janúar kl 17.30.