Fara í efni  

Tómstunda- og forvarnarnefnd (2002-2008)

41. fundur 27. janúar 2005 kl. 17:30 - 19:45

41. fundur í tómstunda- og forvarnarnefnd verður haldinn í fundarsal bæjarskrifstofu, Stillholti 16-18, fimmtudaginn 27. janúar 2005 og hefst hann kl. 17:30.


Mættir voru:                   Hjördís Hjartardóttir, formaður

                                      Hildur Karen Aðalsteinsdóttir

                                      Sævar Haukdal, ritari

                                      Eydís Líndal

Frá Íþróttabandalagi

Akraness:                      Jón Þór Þórðarson

Bæjarstjóri:                    Gísli Gíslason


                                    

Fyrir tekið:

 

1. Bréf framkvæmdastjórnar ÍA í tölvupósti, dags. 20.1.2005, þar sem óskað er viðræðna um skipulagsmál bæjarins sem snúa að íþrótta- og æskulýðsmálum.

Jón Þór gerði grein fyrir málinu.  Rætt var um ýmis atriði varðandi málið og tekið jákvætt í að ræða við ÍA aukið samstarf.

 

2.  Bréf bæjarrritara, f.h. bæjarráðs, dags. 21.1.2005, þar sem óskað er umsagnar tómstunda- og forvarnarnefndar um drög að útboðslýsingu á rekstri Bíóhallarinnar á Akranesi.

Tómstunda- og forvarnarnefnd telur að nauðsynlegt sé að tryggja hvernig aðgengi Skagaleikflokksins og annarra fastra viðburða skuli vera háttað og leggur til að útboðsgögnin verði skýrari hvað þetta varðar.

 

3. Tilnefning eins fulltrúa í starfshóp um heilsdagsskóla.

Hildur Karen Aðalsteinsdóttur er tilnefnd í  starfshópinn af hálfu

tómstunda- og forvarnarnefndar.

 

4.  Viðmiðunarreglur fyrir úthlutun styrkja vegna barna- og unglingastarfs í tómstundum á Akranesi.

Samkvæmt samþykkt bæjarstjórnar hefur ferðastyrkjum verið bætt við úthlutun styrkja samkvæmt ofangreindum reglum.  Af því tilefni samþykkir tómstunda- og forvarnarnefnd að breyta hlutföllum úthlutunar á þann veg að 25% heildarfjárhæðar styrkja falli undir a-lið 3. greinar, 50% fjárhæðar undir b-lið og 25% falli undir c-lið. 

 

5. Viðmiðunarreglur Akraneskaupstaðar vegna styrkja afreksfólks í íþróttum á Akranesi.

Lagt fram.

 

6.  Viðurkenningar vegna afreka í íþróttum.

Akraneskaupstaður veitir félögum og deildum innan ÍSÍ viðurkenningar vegna Íslands- og/eða bikarmeistaratitla í efstu deild karla og  kvenna í viðkomandi hópíþrótt eða einstaklingsgrein.  Auglýst var eftir umsóknum með umsóknarfresti til 15. janúar 2005. Umsóknir bárust frá eftirtöldum félögum:

 

6.1.   Badmintonfélag Akraness, dags. 29.12.2004.

6.2.   Sundfélag Akraness, dags. 12.1.2005.

6.3.   Golfklúbburinn Leynir, dags. 11.1.2005.

 

Tómstunda- og forvarnanefnd samþykkir að gera eftirfarandi tillögu að úthlutun styrkja í samræmi við viðmiðunarrreglur:

 

  • Badmintonfélag Akraness vegna eins einstaklings kr. 50.000.
  • Sundfélag Akraness vegna fimm einstaklinga kr. 250.000.

 

 7.  Tillaga um stofnun unglingaráðs, sem verður til ráðgjafar tómstunda- og forvarnarnefnd um málefni varðandi unglinga.

Tómstunda- og forvarnarnefnd samþykkir að stofna samráðsnefnd unglinga, sem verði nefndinni til ráðgjafar um ýmis málefni er þá varðar.  Nefndin óskar eftir að nemendafélag Grundaskóla, nemendafélag Brekkubæjarskóla, nemendafélag FVA, Arnardalur og Hvíta húsið tilnefni hvert einn fulltrúa í nefndina.

 

8.  Herbergi fyrir hljómsveitir í kjallara íþróttahússins við Vesturgötu og Suðurgötu 108.

Æskulýðsfulltrúa og rekstrarstjóra íþróttamannvirkja falið að vinna að málinu.

 

9.  Fjárveitingar vegna búnaðarkaupa.

Rekstrarstjóra íþróttamannvirkja falið að annast kaup á dýnum í samræmi við umræður á fundinum.

 

10.  Viðræður við rekstrarstjóra íþróttamannvirkja og æskulýðsfulltrúa. Mættir voru til viðræðna Einar Skúlason æskulýðsfulltrúi og Hörður Jóhannesson, rekstrarstjóri íþróttamannvirkja. 

Einar fór m.a. yfir starfsmannamál í Arnardal og framkvæmd þrettándabrennu, en um 110 krakkar tóku þátt í framkvæmd hennar.  Í byrjun árs var haldið upp á tuttugu og fimmára afmæli Arnardals, en einnig er ráðgert að halda sérstaka afmælishátíð á vordögum.  Starfsáætlun Arnardals til vors liggur fyrir.  Þá var gerð grein fyrir viðurkenningu sem Arnardal var veitt fyrir góðan árangur í rekstri og nýjunga í stafsemi.  Verið er að ræða við unglingana um ráðstöfun á þeim fjármunum.  Farið var yfir nokkur atriði varðandi rekstur Hvíta hússins og Bíóhallarinnar.

Hörður greindi frá verkefnum í Bjarnalaug, Íþróttahúsið við Vesturgötu og Jaðarsbökkum. 

Samþykkt að fara á næsta fundi í heimsóknir í þær stofnanir sem falla undir málaflokk nefndarinnar.

 

11.  Framtíðarskipulag á Jaðarsbökkum.

Gerð var grein fyrir skipun starfshóps um framtíðarskipulag Jaðarsbakka.

 

12.  Vinna við deiliskipulag vegna fjölnota íþróttahúss.

Gerð var grein fyrir tillögu að deiliskipulagi vegna fjölnota íþróttahúss.

 

13.  Bréf rekstrarstjóra íþróttamannvirkja, dags. 25.1.2005, varðandi ráðningar í störf við íþróttamannvirki Akraneskaupstaðar.

Hörður gerði grein fyrir ráðningum í 60% starf á Jaðarsbökkum og 80% tímabundið starf á sama stað og svo 80% stöðu í Íþróttahúsinu við Vesturgötu.

 

14.  Útleiga íþróttamannvirkja.

Rætt var um ýmis atriði varðandi útleigu íþróttamannvirkja.  Rekstrarstjóra íþróttamannvirkja falið að skoða hvort ástæða sé til að skerpa á reglunum.

 

15.  Stefnumótun og framkvæmd forvarnarmála sveitarfélaga, bréf dags. 1.12.2004. Samstarsfverkefni Sambands íslenskra sveitarfélaga og Lýðheilsustöðvar um forvarnir VERTU TIL!

Samþykkt fjalla um erindið á næsta fundi nefndarinnar.

 

16.  Heilsudagur ÍA og Akraneskaupstaðar.

Jón Þór gerði grein fyrir því hvernig til tókst í framkvæmd dagsins.

 

17.  Erindi Skátafélags Akraness um leikjanámskeið.

Tómstunda- og forvarnarnefnd tekur jákvætt í að gera samning við félagið og er æskulýðsfulltrúa falið að ganga til samninga um málið.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:45

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00