Fara í efni  

Tómstunda- og forvarnarnefnd (2002-2008)

48. fundur 13. júní 2005 kl. 19:30 - 20:15

48. fundur tómstunda- og forvarnarnefndar Akraness haldinn í fundarherbergi, Stillholti 16 -18 , mánudaginn 13. júní  2005 kl. 19:30.


Mætt á fundi: Hjördís Hjartardóttir, formaður
 Hildur Karen Aðalsteinsdóttir
 Sævar Haukdal
 Þorsteinn Benónýsson
 Katrín Rós Baldursdóttir
 
Áheyrnarfulltrúar:      Jón Þór Þórðarson frá ÍA


Einnig sat Helga Gunnarsdóttir sviðsstjóri fræðslu-, tómstunda- og íþróttasviðs fundinn og ritaði fundargerð.


Fyrir tekið:


1. Bæjarráð óskaði 2. júní eftir að tómstunda- og forvarnarnefnd fjallaði um tillögur að sundlaug og uppbyggingu íþróttamiðstöðvar. Talsverðar umræður urðu um fyrirliggjandi tillögu.

Ákveðið að óska eftir fundi með starfshópi um framtíðarskipulag á sundlaugarsvæðinu. Á þeim fundi munu fulltrúar nefndarinnar kynna sjónarmið tómstunda- og forvarnarnefndar.

 

2. Önnur mál.

Jón Þór  varpaði fram þeirri spurningu hvort sækja ætti um að halda unglingalandsmót á Akranesi á næstu árum.

Nefndarmenn telja rétt að fara að kanna möguleika á landsmótshaldi og skoða hvaða aðstöðu er þörf.

                                                                                  

Fleira ekki gert ? fundi slitið kl. 20:15.

 

 

 

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00