Fara í efni  

Tómstunda- og forvarnarnefnd (2002-2008)

50. fundur 04. október 2005 kl. 17:15 - 18:00

50. fundur tómstunda- og forvarnarnefndar Akraness haldinn í fundarherbergi, Stillholti 16 -18 , þriðjudaginn 4. október  2005 kl. 17:15.


 

Mætt á fundi:              Hjördís Hjartardóttir, formaður

                                 Hildur Karen Aðalsteinsdóttir

                                 Sævar Haukdal

                                 Þorsteinn Benónýsson

                                 Eydís Líndal Finnbogadóttir

                                

Áheyrnarfulltrúar:      Jón Þór Þórðarson frá ÍA

                                                                

Einnig sat Helga Gunnarsdóttir sviðsstjóri fræðslu-, tómstunda- og íþróttasviðs fundinn og ritaði fundargerð.


 

Fyrir tekið:

 

1.  Deildarstjórastarf í Arnardal.

Fjórar umsóknir bárust um starfið frá Heiðrúnu Janusardóttur, Kristni Björnssyni, Karli Ómari Karlssyni og Sigrúnu Ríkharðsdóttur. Tveir umsækjenda voru boðaðir í viðtal. Tillaga æskulýðsfulltrúa og sviðsstjóra er að ráða Heiðrúnu til starfsins.

 

2.  Námskeið fyrir unglingaráð.

Kynnt bréf til þátttakenda í námskeiði fyrir unglingaráð sem fyrirhugað er 21. ? 22. október nk.  Nefndin fagnar fyrirhuguðu námskeiði og telur það gott skref í undirbúningi ungs fólks við mótun samfélagsins.

 

3.  Nýjar úthlutunarreglur vegna systkinaafsláttar o.fl.

Dreift viðmiðunarreglum fyrir úthlutun styrkja vegna barna- og unglingastarfs í tómstundum á Akranesi og Viðmiðunarreglum Akraneskaupstaðar vegna styrkja afreksfólks í íþróttum á Akranesi. Ákveðið að fjalla um reglurnar á næsta fundi þann 17. október nk.  Helgu falið að safna saman gögnum tengdu efninu.

 

4.  Fundir nefndarinnar fram til áramóta.

Ákveðið að nefndin hittist a.m.k. 17. október, 17. nóvember og 5. desember á yfirstandandi ári.         

                                                                          

Fleira ekki gert ? fundi slitið kl. 18:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00