Fara í efni  

Tómstunda- og forvarnarnefnd (2002-2008)

56. fundur 02. mars 2006 kl. 17:15 - 18:20

56. fundur tómstunda- og forvarnarnefndar Akraness haldinn í bæjarþingsal, Stillholti 16 -18 , fimmtudaginn 2. mars 2006 kl. 17:15.


 

Mætt á fundi:              S. Pétur Svanbergsson, formaður

                                 Hildur Karen Aðalsteinsdóttir

                                 Þorsteinn Benónýsson

                                 Sævar Haukdal

                                 Eydís Líndal Finnbogadóttir

Áheyrnarfulltrúi:        Jón Þór Þórðarson frá ÍA

                                

Einnig sat Helga Gunnarsdóttir sviðsstjóri fræðslu-, tómstunda- og íþróttasviðs fundinn og ritaði fundargerð.


 

Fyrir tekið:

 

1.  Skýrsla starfshóps um heilsdagsskólann.

Jón Þór fór yfir helstu efnisatriði skýrslunnar. Talsverðar umræður voru um niðurstöðurnar. Sævar taldi að ekki væri nógu langt gengið bæði hvað varðar umfang og skipulag t.d. tímasetning æfinga fyrir yngstu hópa. Fundarmenn hvetja til þess að undirbúingur verði hafinn og tillagan komist í framkvæmd í haust.

 

2.  Skýrsla um íþróttaiðkun barna og unglinga.

Tómstunda- og forvarnarnefnd lýsir yfir ánægju sinni með skýrsluna og telur mikilvægt að íþróttafélögin nýti niðurstöðurnar í sínu starfi. Einnig hvetur nefndin til þess að sambærileg samantekt komi út árlega þannig að hægt verði að sjá þróun í íþróttastarfi barna og unglinga.

 

3.  Önnur mál.

Ekkert lá fyrir undir liðnum önnur mál. 

 

Fundi slitið kl.18:20

 

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00