Tómstunda- og forvarnarnefnd (2002-2008)
62. fundur tómstunda- og forvarnarnefndar Akraneskaupstaðar var haldinn í fundarherbergi, Stillholti 16 -18, mánudaginn 4. september 2006 og hófst hann kl. 17:30.
Mætt á fundi: Hildur Karen Aðalsteinsdóttir, formaður
Sæmundur T. Halldórsson
Silvia Llorens Izaguirre
Bjarki Þór Aðalsteinsson
Jón Þór Þórðarson áheyrnarfulltrúi ÍA
Einnig sat Helga Gunnarsdóttir, sviðsstjóri fundinn og ritaði fundargerð.
Fyrir tekið:
1. Bréf frá skólameistara FVA til bæjarráðs sem vísað var til umsagnar tómstunda- og forvarnarnefndar.
Talsverðar umræður urðu um starfsvettvang og verkefni forvarnarfulltrúa. Ákveðið að afla frekari gagna og taka málið fyrir að nýju á fundi 18. september.
2. Bréf frá ÍSÍ.
Talsverðar umræður urðu um málið.
Sviðsstjóra falið að svara bréfinu í samræmi við umræður á fundinum.
3. Málefni Íþróttamiðstöðvarinnar á Jaðarsbökkum.
Málin rædd. Nefndarmenn styðja þær tillögur sem kynntar voru.
4. Tímaúthlutun til íþróttafélaganna haustið 2006.
Jón Þór sagði frá úthlutun til íþróttafélaganna.
5. Önnur mál.
Dreift gögnum um forvarnardag 28. september í 9. bekk.
Kynnt námskeið fyrir unglingaráðið 15. og 16. september n.k.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:30.