Tómstunda- og forvarnarnefnd (2002-2008)
64. fundur tómstunda- og forvarnarnefndar Akraneskaupstaðar var haldinn í fundarherbergi, Stillholti 16 -18, mánudaginn 3. október 2006 og hófst hann kl. 17:30.
Mætt á fundi: Hildur Karen Aðalsteinsdóttir, formaður
Sigrún Ósk Kristjánsdóttir
Silvia Llorens Izaguirre
Helgi Pétur Magnússon
Jón Þór Þórðarson, áheyrnarfulltrúi ÍA
Einnig sat Helga Gunnarsdóttir, sviðsstjóri fundinn og ritaði fundargerð.
Fyrir tekið:
1. Starf forvarnarfulltrúa.
Farið var yfir þær umsagnir sem bárust um starfslýsingu forvarnarfulltrúa. Tómstunda- og forvarnarnefnd mælir með því við bæjarráð að komið verði á starfi forvarnarfulltrúa og um fullt starf verði að ræða. Með tillögunni fylgir starfslýsing.
2. Önnur mál.
-
Rætt um samráðsfund um málefni ungs fólks. Ákveðið að fundurinn verði 24. október
-
Lagðir fram punktar úr umræðum 9. bekkinga frá forvarnardeginum
-
Fundargerð frá 5. fundi unglingaráðs 21.09.09 lögð fram
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:00.