Fara í efni  

Tómstunda- og forvarnarnefnd (2002-2008)

66. fundur 07. nóvember 2006 kl. 17:30 - 19:10

66. fundur tómstunda- og forvarnarnefndar Akraneskaupstaðar var haldinn í fundarherbergi, Stillholti 16 -18, þriðjudaginn 7. nóvember 2006 og hófst hann kl. 17:30.


 

Mætt á fundi:            Hildur Karen Aðalsteinsdóttir, formaður

Sigrún Ósk Kristjánsdóttir

Silvia Llorens Izaguirre

Bjarki Aðalsteinsson, varamaður

Ásgeir V. Hlynason, varamaður

Jón Þór Þórðarson, áheyrnarfulltrúi ÍA

 

                                

Einnig sat Helga Gunnarsdóttir, sviðsstjóri  fundinn og ritaði fundargerð.


 

Fyrir tekið:

 

1.              Hreyfing fyrir alla.

Málið rætt. Ákveðið að óska eftir viðræðum við heilsugæsluna og íþróttahreyfinguna um hugmynd að verkefni.

 

2.              Tilboð fyrir börn með fötlun eftir 4. bekk. 

Málið rætt. Ákveðið að óska eftir að kannaðar verði óskir foreldra sem og hugmyndir að lausn. Rætt verði við starfsfólk sérdeildar og deildarstjóra æskulýðsmála.

 

3.              Úthlutun styrkja. 

Kynntar niðurstöður vegna umsókna um styrki til íþrótta- og tómstundastarfs.  Styrkirnir verða greiddir út á næstu dögum. Samþykkt að auglýsa eftir umsóknum um afreksstyrki. Umsóknarfrestur verður til 1. desember.

 

4.              Önnur mál.

v      Samráðsfundur um málefni ungs fólks 24. október sl. Fundarmönnum afhent skýrsla frá fundinum. Nefndarmenn sammála um að komið verði á samráðsfundum að hætti ?Litla hóps?.

v      Bréf frá Nautilus ehf þar sem óskað er eftir viðræðum við fulltrúa Akraneskaupstaðar um að koma upp heilsuræktarstöð  í íþróttamiðstöðinni að Jaðarsbökkum. Ákveðið að boða rekstrarstjóra Nautilusar ehf til fundar við fulltrúa frá nefndinni.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:10.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00