Tómstunda- og forvarnarnefnd (2002-2008)
67. fundur tómstunda- og forvarnarnefndar Akraneskaupstaðar var haldinn í fundarherbergi, Stillholti 16 -18, þriðjudaginn 14. nóvember 2006 og hófst hann kl. 17:30.
Mætt á fundi: Hildur Karen Aðalsteinsdóttir, formaður
Jónína Margrét Sigmundsdóttir, varamaður
Silvia Llorens Izaguirre
Bjarki Aðalsteinsson, varamaður
Sæmundur Halldórsson,
Jón Þór Þórðarson, áheyrnarfulltrúi ÍA
Einnig sat Helga Gunnarsdóttir, sviðsstjóri fundinn og ritaði fundargerð.
Fyrir tekið:
1. Nýtt skipurit í æskulýðs- og forvarnarmálum.
Með fundarboði voru send drög að nýju skipuriti í æskulýðs- og forvarnarmálum. Einnig fylgdu með endurskoðaðar starfslýsingar til samræmis við nýtt skipurit. Fundarmenn ræddu málið og styðja framkomna tillögu. Fjallað var um drög að auglýsingu.
2. Önnur mál.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:50.