Tómstunda- og forvarnarnefnd (2002-2008)
68. fundur tómstunda- og forvarnarnefndar Akraneskaupstaðar var haldinn í fundarherbergi, Stillholti 16 -18, þriðjudaginn 6. desember 2006 og hófst hann kl.20:00.
Mætt á fundi: Hildur Karen Aðalsteinsdóttir, formaður
Jónína Margréti Sigmundsdóttir, varamaður
Silvia Llorens Izaguirre
Bjarki Aðalsteinsson, varamaður
Sæmundur Halldórsson,
Jón Þór Þórðarson, áheyrnarfulltrúi ÍA
Einnig sat Helga Gunnarsdóttir, sviðsstjóri fundinn og ritaði fundargerð.
Fyrir tekið:
1. Umsóknir um afreksstyrki.
Auglýst var eftir umsóknum um afreskstyrki og rann umsóknarfrestur út 1. desember. Umsóknir bárust frá 4 félögum: Badmintonfélagi Akraness, Karatefélagi Akraness, Golfklúbbi Akraness og Sundfélagi Akraness. Tómstunda- og forvarnarnefnd leggur til við bæjarráð að Sundfélag Akraness fái kr. 250.000 vegna 5 Íslandsmeistartitla á fyrri hluta ársins 2006, Karatefélag Akraness fái kr. 510.000 vegna tveggja Íslandsmeistaratitla einstaklings, Íslandsmeistartitilis í hópkata, Íslandsmeistartitils félags og bikarmeistartitla í kata og kumite. Einnig leggur nefndin til að Badmintonfélag Akraness fái kr. 50.000 vegna Íslandsmeistaratitils í tvenndarleik þrátt fyrir að viðkomandi keppandi eigi ekki lögheimili á Akranesi. Viðmiðunarregurnar gera ráð fyrir að afreksfólk þurfi að eiga lögheimili á Akranesi. Nefndin telur að breyta þurfi ?Viðmiðunarreglum Akraneskaupstaðar vegna styrkja afreksfólks í íþróttum á Akranesi? og mun hefja endurskoðun fyrrihluta næsta árs.
2. Skipurit í æskulýðs- og forvarnarmálum.
Sviðsstjóri kynnti hugmynd að breyttu skipuriti. Einnig lögð fyrir starfslýsing rekstrarstjóra vinnuskóla og annarra sérverkefna. Nefndin samþykkir skipuritið og starfslýsinguna fyrir sitt leyti og felur sviðsstjóra að senda málið áfram til bæjarráðs.
3. Ráðningarferli vegna ráðningar í starf verkefnisstjóra æskulýðs- og forvarnarmála.
Málin rædd.
4. Fjárhagsáætlun 2007 vegna tómstunda- og forvarnarmála.
Fyrirliggjandi áætlun kynnt fyrir nefndarmönnum.
5. Önnur mál.
Hildur Karen kynnti teikningu að nýrri innisundlaug frá ASK arkitektum.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 21:20