Tómstunda- og forvarnarnefnd (2002-2008)
70. fundur tómstunda- og forvarnarnefndar Akraneskaupstaðar var haldinn í Hvíta húsinu, þriðjudaginn 9. janúar og hófst hann kl. 17:30.
Mætt á fundi: Hildur Karen Aðalsteinsdóttir, formaður
Jónína Margrét Sigmundsdóttir
Silvia Llorens Izaguirre
Bjarki Þór Aðalsteinsson
Rannveig Bjarnadóttir
Jón Þór Þórðarson, áheyrnarfulltrúi ÍA
Einnig sat Heiðrún Janusardóttir verkefnisstjóri æskulýðs- og forvarnarmála fundinn auk Helgu Gunnarsdóttir, sviðsstjóra sem ritaði fundargerð.
Fyrir tekið:
1. Verkefni tómstunda- og forvarnarnefndar á vorönn 2007.
Rætt um þau verkefni sem nefndin mun vinna að á önninni. Þar voru nefnd eftirtalin atriði: Endurskoðun ýmissa reglna þ.m.t. reglur um afreksstyrki, mat á tómstundaskólanum og fleira. Sviðsstjóra falið að gera minnisblað um þau verkefni sem rædd voru og senda fundarmönnum.
2. Rökstuðningur vegna ráðningar verkefnisstjóra.
Heiðrún vék af fundi.
3. Önnur mál.
Nefndarmenn lýstu ánægju sinni með hve mikil þátttaka unglinga var í þrettándabrennunni.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:10