Fara í efni  

Tómstunda- og forvarnarnefnd (2002-2008)

71. fundur 30. janúar 2007 kl. 17:30 - 19:00

71. fundur tómstunda- og forvarnarnefndar Akraneskaupstaðar var haldinn í Arnardal, þriðjudaginn 30. janúar og hófst hann kl. 17:30.


 

Mætt á fundi:            Hildur Karen Aðalsteinsdóttir, formaður

Jónína Margrét Sigmundsdóttir

Silvia Llorens Izaguirre

Bjarki Þór Aðalsteinsson

Rannveig Bjarnadóttir,

Jón Þór Þórðarson, áheyrnarfulltrúi ÍA

 

Einnig sat Heiðrún Janusardóttir verkefnisstjóri æskulýðs- og forvarnarmála fundinn auk Helgu Gunnarsdóttir, sviðsstjóra  sem ritaði fundargerð.


 

Fyrir tekið:

 

1. Umsóknir um starf deildarstjóra æskulýðs- og forvarnarmála.

Heiðrún kynnti að sex umsóknir hefðu borist. Rætt var við þrjá umsækjendur.

Heiðrún mun senda bæjarráði tillögu sína til staðfestingar.

 

2. Erindi frá bæjarráði 11. janúar 2007.

Nefndin tekur jákvætt í erindið og mun hafa samráð við ÍA um lausn málsins.

 

3. Minnisblað um verkefni tómstunda- og forvarnarnefndar vorönn 2007.  

Farið yfir verkefnin og málin rædd.

 

4. Önnur mál.     

Rætt um útivistarreglur og aðsókn barna að sundlauginni að Jaðarsbökkum. 

Heiðrún sagði frá fundi sem haldinn var í kjölfar dansleikjar í FVA um síðustu helgi.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:00

 

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00