Tómstunda- og forvarnarnefnd (2002-2008)
77. fundur tómstunda- og forvarnarnefndar Akraneskaupstaðar var haldinn á skrifstofu sviðsstjóra, Stillholti 16-18, þriðjudaginn 12. júní 2007 og hófst hann kl. 17:30.
Mætt á fundi: Hildur Karen Aðalsteinsdóttir, formaður
Sigrún Ósk Kristjánsdóttir
Sæmundur T. Halldórsson
Bjarki Þór Aðalsteinsson,
Ólafur Helgi Haraldsson, varamaður
Jón Þór Þórðarson, áheyrnarfulltrúi ÍA
Einnig sat Heiðrún Janusardóttir verkefnisstjóri æskulýðs- og forvarnarmála fundinn auk Helgu Gunnarsdóttir, sviðsstjóra sem ritaði fundargerð.
Fyrir tekið:
1. Skólahreysti. Bæjarráð vísaði á fundi sínum 10. maí erindi frá Andrési Guðmundssyni f.h. Skólahreysti til umsagnar tómstunda- og forvarnarnefndar. Tómstunda- og forvarnarnefnd telur að æskilegast sé, að hver sá skóli sem tekur þátt, greiði þátttökugjald sem verður þó að vera hóflegt. Nefndin telur Skólahreysti vera æskilegt viðfangsefni fyrir ungt fólk og mælir með því bæjarráð að umbeðinn styrkur verði veittur að þessu sinni.
2. Opnunartími sundlaugar. Formaður gerði að umtalsefni að fram hafa komið óskir um að sundlaugin verði opin á stórhátíðardögum. Nefndin mælir með því við bæjarráð að sundlaugin að Jaðarsbökkum verði opin á eftirtöldum dögum eins og hér segir:
Föstudagurinn langi kl. 13-17
Páskadagur kl. 13-17
Uppstigningardagur kl. 9-18
Hvítasunnudagur kl. 13-17
17. júní kl. 9-13
Aðfangadagur kl. 9-11
Gamlársdagur kl. 9-11
3. Innisundlaug ? staða mála. Formaður kynnti hvar hönnun innisundlaugar er stödd. Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á teikningunum frá því að nefndarmenn sáu teikningarnar síðast. Formaður mun kynna bæjarráði fyrirliggjandi teikningar.
4. Tóbaksvarnir. Heiðrún Janusardóttir kynnti hugmynd að samstarfi við söluaðila tóbaks í því skyni að koma í veg fyrir að börn undir 18 ára aldri geti keypt tóbak. Nefndarmenn fagna hugmyndinni.
5. Úttekt á starfi íþrótta- og tómstundafélaga. Jón Þór Þórðarson kynnti úttekt sem hann hefur gert á umfangi barna- og unglingaíþrótta á Akranesi. Um er að ræða mikið magn af upplýsingum um íþróttahreyfinguna með tilliti ýmissa þátta m.a. fjölda æfinga, æfingatímabil, fjölda móta, launakostnað og fleira. Nefndarmenn lýsa ánægju sinni með þessar upplýsingar og vona að þær gagnist í áframhaldandi vinnu.
6. Ályktun frá fundi ?Brúarinnar? Brúin er samráðsvettvangur fólks sem vinnu með ungmennum í frítíma, skóla og við aðrar aðstæður. Í ályktun frá fundi 5. júní er skorað á umsjónarmenn Írskra daga að huga að dagskrá fyrir unglinga og leita eftir samráði við ungmennin í þessu skyni. Umræður urðu um fyrirkomulag á Lopapeysuballinu og mikilvægi þess að sjónarmið nefndarinnar verði höfð til hliðsjónar við skipulag Írskra daga. Óskað er eftir að formaður nefndarinnar og verkefnisstjóri æskulýðs- og forvarnarmála verði boðaðir á samráðsfundi.
7. Ársskýrslur Hvíta hússins og Arnardals lagðar fram.
8. Skýrsla starfshóps um úrræði fyrir fatlaða nemendur í 5.-10. bekk. Nokkrar umræður urðu um efni skýrslunnar. Fundarmönnum líst vel á tillögu skýrsluhöfunda og óska eftir að bæjarráð taki tillöguna til afgreiðslu.
9. Önnur mál. Rætt um hvort og hvernig unglingar geta sótt um sérstök verkefni þegar þeir sækja um vinnuskólanum. Nefndin mun taka málið sérstaklega fyrir í haust.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 20:20