Tómstunda- og forvarnarnefnd (2002-2008)
81. fundur tómstunda- og forvarnarnefndar Akraneskaupstaðar var haldinn á skrifstofu sviðstjóra, Stillholti 16-18, þriðjudaginn 16.október 2007 og ´hófst hann kl. 17:30.
Mætt á fundi: Hildur Karen Aðalsteinsdóttir, formaður
Sigrún Ósk Kristjánsdóttir
Bjarki Þór Aðalsteinsson,
Jón Þór Þórðarson, áheyrnarfulltrúi ÍA
Einnig sat
Fyrir tekið:
1. Erindi frá Samtökunum 78. Bæjarráð óskaði eftir umsögn nefndarinnar vegna erindis sem barst frá Samtökunum 78. Samtökin bjóða Akraneskaupstað að gera þjónustusamning til þriggja ára en í samningnum fælist í fræðsla til starfsmanna Akraneskaupstaðar, félags- og ráðgjafaþjónusta, aðgengi að ungmennahópum og jafningjafræðsla. Tómstunda- og forvarnarnefnd mælir með því við bæjarráð að gerður verði þjónustusamningur við Samtökin á þeim nótum sem tillagan gerir ráð fyrir.
2. Stóri forvarnarfundurinn. Málin rædd. Heiðrúnu falið að vinna áfram að málinu.
3. Afreksstyrkir Akraneskaupstaðar. Hildur Karen sagði frá þeim niðurstöðum sem hún og Jón Þór höfðu komist að. Jóni Þór og Helgu falið að koma með tillögu á næsta fund.
4. Bæjarstjórnarfundur unga fólksins. Ákveðið er að fundurinn verður 30. október n.k. kl. 17:00. Undirbúningur er hafinn.
5. Önnur mál.
Lagt fram bréf frá Herði Jóhannessyni rekstrarstjóra íþróttamannvirkja þar sem hann óskar eftir heimild til að loka íþróttamannvirkjum Akraness 23. október frá kl. 8:00 ? 17:00 vegna námskeiðs starfsfólks. Tómstunda- og forvarnarnefnd telur eðilegt að íþróttamannvirkjunum sé lokað vegna námskeiðahalds starfsfólks
Ráðstefna um útihátíðarhöld verður haldinn í Tónlistarskólanum á Akranesi fimmtudaginn 18. október.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 22:00