Tómstunda- og forvarnarnefnd (2002-2008)
85. fundur tómstunda- og forvarnarnefndar Akraneskaupstaðar var haldinn að Þjóðbraut 13, þriðjudaginn 5. febrúar 2008 og hófst hann kl. 17:30.
Mætt á fundi: Hildur Karen Aðalsteinsdóttir, formaður
Sigrún Ósk Kristjánsdóttir
Sæmundur Halldórsson,
Bjarki Þór Aðalsteinsson,
Halldór Jónsson,
Jón Þór Þórðarson, áheyrnarfulltrúi ÍA
Einnig sátu Heiðrún Janusdóttir verkefnisstjóri og
Fyrir tekið:
Formaður byrjaði á að bjóða Halldór velkominn til starfa í nefndinni um leið og Silvíu voru þökkuð góð störf í nefndinni.
1. Kynning á starfi Vinnuskóla Reykjavíkur. Guðrún Þórsdóttir skólastjóri og Katrín Georgsdóttir verkefnisstjóri mættu og kynntu helstu þætti í starfi skólans. Margt áhugavert kom fram og fundarmenn spurðu nánar út í ýmislegt sem fram kom.
2. Starfsskýrsla Vinnuskólans Akraness og greinargerð frá markaðsfulltrúa. Lögð fram og verður efnislega tekin fyrir á næsta fundi. Einar vék af fundi.
3. Erindi frá bæjarráði dags. 11. og 30. janúar 2008. Erindi frá 11. janúar snýr að beiðni FIMA um styrk til kaupa á trampólíni. Óskað er eftir 1.000.000. Tómstunda- og forvarnarnefnd mælir með því bæjarráð veiti FIMA umbeðinn styrk. Einnig vill nefndin koma því á framfæri í tengslum við fyrra bréf félagsins að nú er starfshópur að störfum sem hefur það hlutverk að undirbúa hönnun tengibyggingar á Jaðarsbökkum þar sem meðal annars er gert ráð fyrir aðstöðu fyrir fimleika. Starfshópurinn mun ræða við hagsmunaaðila. Erindi frá 30. janúar er frestað til næsta fundar.
4. Önnur mál. Næsti fundur verður 25. febrúar.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:30