Tómstunda- og forvarnarnefnd (2002-2008)
89. fundur tómstunda- og forvarnarnefndar Akraneskaupstaðar var haldinn í Þorpinu, Þjóðbraut 13, mánudaginn 2. júní og hófst hann kl. 17:00.
Halldór Jónsson,
Sævar Haukdal,
Jón Þór Þórðarson, áheyrnarfulltrúi ÍA
Einnig sat Heiðrún Janusardóttir, verkefnisstjóri, fundinn ásamt Helgu Gunnarsdóttur sviðsstjóra sem ritaði fundargerð.
2. Viðræður við unglingaráð Akraness. Harpa Jónsdóttir og Magnús Geir Guðmundsson mættu á fundinn. Fulltrúar frá nemendafélögum grunnskólanna og Arnardals gátu ekki mætt á fundinn þar sem nú fer fram útskrift í grunnskólunum. Þau fóru þó yfir málin fyrir fundinn og hér á eftir kemur það sem fram kom þar.
Farið yfir veturinn. Hvað hefur áunnist og hvað getum við gert betur. Unglingaráðið er ánægt með hvernig til hefur tekist með nýja húsnæðið. Jensína vildi ítreka það sem hún sagði á bæjarstjórnarfundi unga fólksins varðandi gjaldtöku í tækjasalinn að Jaðarsbökkum. Skólanemar geta keypt kort s.k skólakort en þá mega þeir ekki nota salinn á milli kl 17 og 19. Í rannsókninni Ungt fólk 2007 kemur fram að sífellt fleiri framhaldsskólanemendur kjósa að stunda líkamsrækt á eigin forsendum og helsta ástæðan fyrir því að þeir hætta þátttöku í íþróttum með íþróttafélögum er tímaskortur. Unglingaráðið skorar á tómstunda -og forvarnarnefnd að bæta aðgegni ungmenna að líkamsræktarstöðinni og hvetja til þess að Ávísun á öflugt íþróttastarf verði sent til allra upp að 18 ára aldri og gildi einnig í tækjasalinn. Unglingaráðið fagnar tilllögu sem fram kom í skólanefnd þess eðlis að Akranesbær marki sér heildstæða skólastefnu. Það er í anda þess sem kom fram í erindum Aðalbjargar og Engilberts á Bæjarstjórnarfundi unga fólksins sl haust. Unglingaráðið fagnar því einnig að Þorpið verður opið eitt kvöld í viku í sumar.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:20