Tómstunda- og forvarnarnefnd (2002-2008)
94. fundur tómstunda- og forvarnarnefndar Akraneskaupstaðar var haldinn í Þorpinu miðvikudaginn 26. nóvember 2008 og hófst hann kl. 17:15.
Halldór Jónsson,
Sævar Haukdal,
Jón Þór Þórðarson, áheyrnarfulltrúi ÍA
Einnig sat Hörður Kári Jóhannesson rekstrarstjóri fundinn ásamt Helgu Gunnarsdóttur.
1. Tillaga að skipan stýrihóps. Tómstunda- og forvarnarnefnd leggur til við bæjarráð að settur verði á fót stýrihópur sem móti forvarnarstefnu fyrir sveitarfélagið.
Stýrihópurinn verði skipaður fimm fulltrúum. Nefndin leggur til eftirfarandi skipan: fulltrúi frá tómstunda- og forvarnarnefnd, Heiðrún Janusardóttir verkefnisstjóri, félagsráðgjafi frá fjölskyldusviði, einn fulltrúi tilnefndur af foreldrafélögum grunnaskólanna og einn fulltrúi f.h. grunnskóla. Starfshópurinn taki til starfa í upphafi árs 2009 og ljúki störfum fyrir árslok 2009.
2. Erindi frá bæjarráði dags. 30.10.08 ? fjárframlög til barna- og unglingastarfs. Tómstunda- og forvarnarnefnd fagnar auknu framlagi frá KSÍ til barna- og unglingastarfs.
3. Erindi frá bæjarráði dags. 30.10.08- Styrkumsókn frá Bandalagi ísl. skáta.Tómstunda- og forvarnarnefnd leggur til við bæjarráð að umbeðinn styrkur verði veittur í formi gjaldfrjálsrar gistingar, aðgengi að söfnunum og sundlaug án endurgjalds. Lagt er til að deildarstjóri æskulýðs- og forvarnarmála verði tengiliður við Bandalag ísl. skáta.
4. Erindi frá bæjarráði dags. 30.10.08 ? Umsókn um styrk til æfinga- og keppnisferða. Tómstunda- og forvarnarnefnd vill árétta skoðun sína um að mikilvægt sé að koma á fót afreksmannasjóði sem geti stutt verkefni eins og þetta. Nefndin telur sig ekki geta mælt með erindinu vegna þess fordæmis sem það gefur.
5. Erindi frá bæjarráði dags. 06.11.08. ? frá sambandsráðsfundi Ungmennafélags Íslands. Tómstunda- og forvarnarnefnd tekur undir efni bréfs Ungmennasambands Íslands frá 29. október þar sem sveitarfélög eru hvött til að standa vörð um íþrótta- og æskulýðsstarf á viðsjárverðum tímum. Nefndin hvetur jafnframt íþrótta- og tómstundafélög að standa vörð um félagsmenn sína þannig að tryggt verði að það ástand sem ríkir í þjóðfélaginu verði ekki til að ýta undir brottfall út tómstundastarfi.
6. Tillaga frá Herði Jóhannessyni um helgaropnun á Jaðarsbökkum. Hörður og Jón Þór í samráði við vaktstjóra leggja til að íþróttahúsið að Jaðarsbökkum verði opið á laugardögum og sunnudögum fyrir almenning í janúar 2009. Nefndin fagnar þessu framtaki og óskar eftir að þeir undirbúi málið frekar og auglýsi í uppihafi næsta árs.
7. Fundargerð Unglingaráðs frá 29.10.2008. Lögð fram. Nefndin telur mjög áhugavert ef hægt væri að hrinda í framkvæmd þeirri hugmynd unglingaráðs að aðstaða til útvarpssendinga verði í Þorpinu. Nefndin vill einnig þakka unglingaráði fyrir mjög góðan bæjarstjórnarfund unga fólksins og hvetur unglingaráð til að senda sínar tillögur áfram til viðeigandi aðila.
8. Önnur mál.
Helga Gunnarsdóttir lagði fram drög að nýjum samingi milli Keilufélagsins og Akraneskaupstaðar. Tómstunda- og forvarnarnefnd styður samninginsdrögin og vísar honum til afgreiðslu bæjarráðs.
Umræða um breytingar á skipuriti bæjarins. Tómstunda- og forvarnarnefnd óskar eftir að stýrihópurinn kynni fyrirhugaðar breytingar fyrir nefndinni.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:00