Fara í efni  

Umhverfisnefnd (2000-2008)

26. fundur 19. desember 2000 kl. 13:00 - 14:30
26. Fundur umhverfisnefndar var haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs að Dalbraut 8, þriðjudaginn 19. desember 2000 kl. 13:00.


Mættir: Georg Janusson, formaður, Jóna Adolfsdóttir og Hrafnkell Á. Proppé, umhverfisfulltúri sem ritaði fundargerð. Hallveig Skúladóttir og Þóranna Kjartansdóttir boðuðu forföll.
Á fundinn mættu til viðræðna: Heiðrún Janusardóttir, Edda Agnarsdóttir, Jóhannes Snorrason, Sigurlína B. Júlíusdóttir og Lárus Ársælsson fulltrúar í skipulagsnefnd, Skúli Lýðsson bygginga- og skipulagsfulltrúi, Hafdís Sigþórsdóttir, fulltrúi og Þorvaldur Vestmann forstöðumaður tækni- og umhverfissviðs.



1. Samvinna nefndanna við gerð skipulagsáætlana.
Formaður kynnti erindisbréf umhverfisnefndar. Rætt um með hvaða hætti farsælast væri að haga samstarfi nefndanna. Ákveðið var að formaður umhverfisnefndar fengi fundarboð og gögn skipulagsnefndar. Þorvaldur Vestmann lagði til að komið væri á föstum fundum nefndanna.

2. Friðlýst svæði við Blautós.
Fjallað var um yfirlýsingu um friðlýst svæði við Blautós og hvernig best væri að standa að gerð deiluskipulags að svæðinu. Einnig var aðkoma að svæðinu rædd og talið eðlilegt að hún verði í Vogahverfi.

3. Önnur mál.
Reiðvegur með Leynislæk.
Rætt var um legu reiðvegarins og hvort ekki væri hægt að finna aðra lausn á málinu. Ákveðið að huga að því við aðalskipulagsgerð.


Fundi slitið kl. 14:30

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00