Umhverfisnefnd (2000-2008)
1. fundur umhverfisnefndar Akraneskaupstaðar var haldinn fimmtudaginn 6. júlí og hófst hann kl 16:00
Mættir: Rannveig Bjarnadóttir, formaður
Haraldur Helgason
Varamaður: Guðmundur Þór Valsson
Auk þeirra:
Snjólfur Eiríksson garðyrkjustjóri
Barbara Davies formaður Skógræktarfélags
Karen Jónsdóttir formaður bæjarráðs
Fundargerð ritaði Rannveig Bjarnadóttir.
Formaður bauð fundarmenn velkomna og kynnti tilhögun þessa fyrsta fundar.
1. Vettvangsskoðun.
Gengið var frá Stjórnsýsluhúsi niður Kirkjubraut og gróður skoðaður og hugmyndir ræddar.
Eftir góða göngu um hluta neðri bæjarins var svo gengið eftir möninni neðan við Ægisbraut.
Þar blasti við sorgleg sjón þar sem umgengni er með öllu óskiljanleg. Kanna þarf hverjir eru eigendur lóða, bygginga og fyrirtækja sem þarna eru og finna leið til að fara skipulega í hreinsun svæðisins.
Rætt um að gera átak í gróðursetningu trjáa og leggja áherslu á að hefjast handa strax í vor.
Byrja á að huga að gróðusetningu við nýju innkeyrsluna í bæinn svo gróðurinn verði farinn að taka vel við sér þegar hún verður tekin í notkun. Fjarlægja óræktarleg tré og gróðursetja ný í boganum framan við Stjórnsýsluhúsið. Koma fyrir ruslafötum framan við húsið.
Ákveðið að næsti fundur verði gönguferð um Leynisbraut, Höfðasvæðið og Jaðarsbakkana miðvikudaginn 12. júlí kl 16:00.
Næsta fundarboð sent aðal- og varamönnum og aðalmenn boða sína varamenn ef þörf krefur.
Allir sem hafa áhuga á að slást í förina með okkur eru boðnir velkomnir.
Fundi lauk kl 18:30