Fara í efni  

Umhverfisnefnd (2000-2008)

3. fundur 19. júlí 2006 kl. 18:00 - 20:00

3 fundur umhverfisnefndar Akraneskaupstaðar var haldinn í fundarherbergi bæjarskrifstofu, Stillholti 16-18, miðvikudaginn 19. júlí 2006  og hófst hann kl 18:00.


Mættir:                      Rannveig Bjarnadóttir formaður

                                 Hallveig Skúladóttir

                                 Hrönn Ríkharðsdóttir

                                 Sigurður Mikael Jónsson

Varamaður:              Hróðmar Halldórsson

 

 

Fundargerð ritaði Hrönn Ríkharðsdóttir.

 

Formaður setti fund og kynnti  tilhögun fundarins.

 

Fyrir tekið:

 

1. Veiting umhverfisverðlauna:

Rætt um fyrirkomulag og ákveðið að óska eftir tilnefningum frá bæjarbúum. Auglýst verður í Póstinum og Skessuhorni. Einnig var ákveðið að afla upplýsinga um þá aðila sem hafa fengið viðurkenningar undanfarin ár.

        

2. Hreinsunarátak:

Rætt sérstaklega um hreinsun Ægisbrautar og einnig um almenna tiltekt og frágang opinna svæða í bænum og fasteigna í eigu bæjarins. Farið yfir verkefnalista sem fyrir lá (fylgiskjal með fundargerð). Hugmynd að efna til samkeppni meðal skólafólks á Akranesi um slagorð fyrir bættu umhverfi og betri umgengni.

 

 

Ákveðið að næsti fundur verði 2. ágúst kl. 18.15

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19.10.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00