Fara í efni  

Velferðar- og mannréttindaráð

1. fundur 19. nóvember 2014 kl. 16:30 - 17:45 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir formaður
  • Einar Brandsson varaformaður
  • Ingibjörg Pálmadóttir aðalmaður
  • Gunnhildur Björnsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hrefna Rún Ákadóttir félagsráðgjafi
Fundargerð ritaði: Hrefna Rún Ákadóttir félagsráðgjafi velferðar- og mannréttindasviðs
Dagskrá

1.Starfshættir velferðar- og mannréttindaráðs

1411124

Þar sem um fyrsta fund velferðar- og mannréttindaráðs er að ræða var farið yfir verkefni, þagnarskyldu, fundartíma og þætti sem fylgja setu í ráðinu. Einnig fór Hrefna yfir starfsfólk sviðsins og verkefni þeirra. Fundartími samþykktur, 1. og 3. miðvikudagur í mánuði kl:16:30.

2.Búsetuþjónusta Holtsflöt - akstur íbúa

1411097

Afgreiðslu máls frestað. Nánari upplýsinga óskað um rekstrarform bifreiða sambýla og einstaklinga í búsetuþjónustu Holtsflöt.

3.Starfsendurhæfing Vesturlands

1402250

Hrefna Rún upplýsti fulltrúa í velferðar- og mannréttindaráði um að stofnfundur Starfsendurhæfingar Vesturlands er áætlaður 5. desember í húsnæði Hvers. Gert er ráð fyrir að Starfsendurhæfing Vesturlands taki til starfa 1. janúar. Stjórn verður skipuð 6 fulltrúum, þremur frá sveitarfélögum á Vesturlandi og einum fulltrúa frá VMST, Símenntunarmiðstöð og HVE. Starfssvæðið er allt Vesturland en líklegt er að föst starfsstöð verði á Akranesi.

4.Búsetuþjónusta Holtsflöt- þátttaka í fæðiskostnaði

1411120

Kynnt tillaga að þátttöku í greiðslu fæðiskostnaðar í þeim tilvikum sem starfsmenn snæða með þjónustuþegum. Tillagan byggir á reglugerð um búsetuþjónustu og haft er til hliðsjónar það fyrirkomulag sem tíðkast hefur lengi í sambýlum.
Afgreiðslu máls frestað. Nánari upplýsinga óskað um fyrirhugaða framkvæmd og innheimtu.

5.Starfsáætlun velferðar- og mannréttindasviðs 2015

1411093

Farið yfir drög að starfsáætlun velferðar- og mannréttindasviðs 2015. Starfsáætlunin verður lögð fyrir á næsta fundi ráðsins til staðfestingar.

6.Bifreiðamál sambýla nóv 2014

1411064

Afgreiðslu máls frestað. Nánari upplýsinga óskað.

Fundi slitið - kl. 17:45.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00