Velferðar- og mannréttindaráð
Dagskrá
1.Búsetuþjónusta fatlaðra, kortlagning og greining
1304195
Arnheiður Andrésdóttir mætti á fundinn og kynnti niðurstöður úr kortlagningu á búsetuþörf fatlaðra ungmenna sem unnin var í apríl 2014 og fór yfir breytingar sem orðið hafa síðan kortlagningin var unnin.
2.Svör við fyrirspurnum Velferðar- og mannréttindaráðs frá 18. febrúar 2015.
1502159
Þann 18. febrúar 2015 óskaði Velferðar- og mannréttindaráð eftir upplýsingum um fjölda fatlaðra barna, sem eru bæði með samþykktir fyrir félagslegri liðveislu og þjónustu stuðningsfjölskyldu. Einnig óskaði ráðið eftir samanburðartölum frá öðrum sveitarfélögum um upphæð greiðslna fyrir þjónustu stuðningsfjölskyldna.
3.Virkjum hæfileikana - samstarfsverkefni Vinnumálastofnunar, Öryrkjabandalagsins og Þroskahjálpar
1503233
Lagt fram til kynningar bréf Vinnumálastofnunar, Öryrkjabandalagsins og Landssamtakanna Þroskahjálpar sem fulltrúar þessara aðila afhentu bæjarstjóra á fundi þann 26. mars sl. Tilgangur heimsóknarinnar var að kynna verkefnið 'Virkjum hæfileikana - alla hæfileikana'.
4.Nýtt mat á þjónustuþörf
1503206
Vísað til Velferðar- og mannréttindaráðs á teymisfundi í málefnum fatlaðra 7. febrúar 2015.
Fyrir liggur mat á þörf barns fyrir félagslega liðveislu vegna fötlunar. Þörfin er metin umtalsvert umfram þær heimildir sem teymi í málefnum fatlaðra hefur til úthlutunar.
Fyrir liggur mat á þörf barns fyrir félagslega liðveislu vegna fötlunar. Þörfin er metin umtalsvert umfram þær heimildir sem teymi í málefnum fatlaðra hefur til úthlutunar.
Velferðar- og mannréttindaráð samþykkir að veita liðveislu skv. ráðleggingum starfsmanna Velferðar- og mannréttindasviðs.
5.Skagastaðir 2015
1504015
Lagðar fram tillögur sviðsstjóra Velferðar- og mannréttindasviðs um starfsemi Skagastaða.
Sveinborg L. Kristjánsdóttir mætti á fundinn. Velferðar- og mannréttindaráð samþykkir fyrir sitt leyti tillögur sviðsstjóra en vísar þeim til bæjarráðs þar sem þær fela í sér útgjöld umfram samþykkta fjárhagsáætlun.
Fundi slitið - kl. 18:00.
Arndís vék af fundi að lokinnin umræðu um þennan lið.