Fara í efni  

Velferðar- og mannréttindaráð

13. fundur 06. maí 2015 kl. 17:00 - 19:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir formaður
  • Einar Brandsson varaformaður
  • Ingibjörg Pálmadóttir aðalmaður
  • Gunnhildur Björnsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
  • Laufey Jónsdóttir verkefnisstjóri heimaþjónustu
Fundargerð ritaði: Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
Dagskrá

1.Heimaþjónusta - viðmið um forgangsröðun

1504014

Laufey Jónsdóttir sat fundinn undir þessum lið.
Lagðar fram tillögur að breytingum á gildandi reglum um heimþjónustu. Lagt er til að tekin verði upp viðmið um forgangsröðun í heimaþjónustu sem myndu gilda jafnt við afgreiðslu umsókna um þjónustuna og þegar teknar eru ákvarðanir um afleysingar starfsmanna í sumarleyfum, veikindum og á stórhátíðum. Aðrar breytingar varða málfar og aðlögun heita að núverandi stjórnskipulagi.
Velferðar- og mannréttindaráð samþykkir framlagðar tillögur að breytingum á reglum um heimaþjónustu með áorðnum breytingum.

2.Þjónusta vegna búsetu og stuðningsþjónusta

1501209

Trúnaðarmál. Sjá trúnaðarbókun.

3.Mannfjöldaspá 2015

1503092

Mannfjöldaspá sem Vífill Karlsson hefur unnið fyrir Akraneskaupstað lögð fram til kynningar.

4.Fundargerðir 2015 - Samráðshópur um þjónustumiðstöð að Dalbraut 6

1504123

Fundargerð 1. fundar samráðshóps um þjónustumiðstöð að Dalbraut 6 frá 28. apríl sl. lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00