Fara í efni  

Velferðar- og mannréttindaráð

15. fundur 03. júní 2015 kl. 16:00 - 18:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir formaður
  • Einar Brandsson varaformaður
  • Ingibjörg Pálmadóttir aðalmaður
  • Gunnhildur Björnsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
  • Ingibjörg Gunnarsdóttir yfirfélagsráðgjafi
Fundargerð ritaði: Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
Dagskrá

1.Kynning á starfsemi barnaverndar Akraneskaupstaðar

1506024

Ingibjörg Gunnarsdóttir yfirfélagsráðgjafi mætti á fund ráðsins og kynnti starfsemi barnaverndar Akraneskaupstaðar.
Ingibjörg vék af fundinum að kynningu lokinni.
Velferðar- og mannréttindaráð þakkar Ingibjörgu greinargóða yfirferð yfir starf barnaverndar.

2.Rekstrarstaða Akraneskaupstaðar 2015

1505022

Bókun bæjarráðs í máli nr. 1505022 - Rekstrarstaða Akraneskaupstaðar 2015 lögð fram til kynningar.
Velferðar- og mannréttindaráð gerir ráð fyrir að lokaniðurstaða Velferðar- og mannréttindasviðs verði innan fjárhagsáætlunar ársins 2015.

3.Þjónusta vegna búsetu og stuðningsþjónusta

1501209

Vísað til trúnaðarbókunar velferðar- og mannréttindaráðs.

4.Varasjóður húsnæðismála - móttöku umsókna hætt

1505137

Í bréfi frá 21. maí 2015 tilkynnir Guðni Kristjánsson, framkvæmdastjóri Varasjóðs húsnæðismála, um þá ákvörðun ráðgjafarnefndar sjóðsins að hætta móttöku og afgreiðslu umsókna vegna sölu félagslegra eignar- og leiguíbúða á almennum markaði.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00