Velferðar- og mannréttindaráð
Dagskrá
1.Skagastaðir 2015
1504015
Guðrún Gísladóttir, forstöðumaður þjónususkrifstofu Vinnumálastofnunar á Vesturlandi mætti á fundinn. Rætt var um stöðu Skagastaða og framhald samstarfs við Vinnumálastofnun.
2.Breytingar á vinnuskipulagi í búsetuþjónustu
1507089
Bylgja Mist Gunnarsdóttir mætir á fundinn og fer yfir tillögur að breytingum á vinnuskipulagi og mönnun í búsetuþjónustu fyrir fatlaða.
Ráðið tekur vel í þær breytingar sem lagðar eru til. Ráðið tekur undir að auglýst verði eftir faglærðum starfsmönnum, t.d. þroskaþjálfum. Ráðið óskar eftir samþykki bæjarráðs fyrir útgjaldaaukanum sem því fylgir.
3.Eignarhald og rekstur bifreiðar UI-241
1502133
Aðstandendur eigenda bifreiðarinnar UI-241, sem hefur verið nýtt af íbúum sambýlisins við Laugarbraut, hafa ákveðið að selja hana.
Málið kynnt.
4.Fundargerðir 2015 - Samráðshópur um þjónustumiðstöð að Dalbraut 6
1504123
Fundargerð 3.-6. fundar fundar samráðshóps um þjónustumiðstöð að Dalbraut 6 lagðar fram til kynningar.
5.Ósk um samstarf um rannsóknarverkefni
1507087
Janus Guðlaugsson, doktor í íþrótta- og heilsufræði við HÍ hefur óskað eftir samstarfi um rannsóknarverkefni um heilsueflingu meðal eldri borgara.
Ákveðið að óska eftir kynningu á verkefninu. Ráðið leggur til að fulltrúum Heilbrigðisstofnunar Vesturlands og Höfða verði boðið að sitja kynninguna.
6.Forsendur vinnslu fjárhagsáætlunar 2016
1507027
Minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga um forsendur fyrir vinnu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2016 lagt fram til kynningar, sbr. bókun bæjarráðs frá 16. júlí 2015.
Fundi slitið - kl. 19:45.
Fram kom að Guðrún er ánægð með samstarfið. Hún telur starfið mikilvægt og komi í veg fyrir félagslega einangrun.