Velferðar- og mannréttindaráð
Dagskrá
1.Skagastaðir 2015
1504015
Umræður um ráðningu í stöðu verkefnisstjóra og framhald samnings við Vinnumálastofnun.
Velferðar- og mannréttindaráð felur sviðsstjóra að auglýsa tímabundna stöðu verkefnisstjóra í atvinnumálum til áramóta.
2.Kynning á rannsóknarverkefni um heilsurækt eldri borgara
1507087
Kynning Janusar Guðlaugssonar á rannsóknarverkefninu "Fjölþætt heilsurækt í sveitarfélögum - Leið að farsælli öldrun".
Kjartan Kjartansson, framkvæmdastjóri hjúkrunar- og dvalarheimilisins Höfða sat kynninguna. Velferðar- og mannréttindaráð þakkar Janusi kynninguna. Ráðið er jákvætt fyrir þátttöku Akraneskaupstaðar í verkefninu og vísar ákvörðun um þátttöku til bæjarráðs. Sviðsstjóra falið að skrifa minnisblað fyrir bæjarráð.
Fundi slitið - kl. 11:30.