Velferðar- og mannréttindaráð
Dagskrá
1.Kynning á starfsemi sambýlisins að Laugarbraut 8
1508003
Heimsókn Velferðar- og mannréttindaráðs á sambýlið að Laugarbraut 8. Jórunn Petra Guðmundsdóttir, forstöðuþroskaþjálfi kynntui starfsemina.
Velferðar- og mannréttindaráð þakkar kynninguna.
2.Trúnaðarmál
1505095
Sjá trúnaðarbókun velferðar- og mannréttindaráðs.
3.Endurskoðun reglna um akstursþjónustu fatlaðra og aldraðra 2015
1503272
Lögð fram drög að endurskoðuðum reglum um ferðaþjónustu fyrir fatlaða á Akranesi til umræðu.
Farið var yfir tillögurnar og breytingar færðar inn þar sem það átti við. Ráðið mælist til að drögin verði send réttindagæslumanni fatlaðs fólks á Vestfjörðum og Vesturlandi til umsagnar.
4.Breytingar á vinnuskipulagi í búsetuþjónustu
1507089
Lagt fram yfirlit yfir fjárhagsstöðu búsetuþjónustu Akraneskaupstaðar og áhrif breytinga á vinnuskipulagi og fleiri þátta á áætlaða rekstrarniðurstöðu.
Fundi slitið - kl. 19:00.