Fara í efni  

Velferðar- og mannréttindaráð

23. fundur 24. september 2015 kl. 18:00 - 19:30 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir formaður
  • Einar Brandsson varaformaður
  • Ingibjörg Pálmadóttir aðalmaður
  • Gunnhildur Björnsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
Fundargerð ritaði: Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
Dagskrá

1.Reglur í félagslegri heimaþjónustu

1509209

Umræður um innihald og mörk félaglegrar heimaþjónustu og hvort þörf sé á frekari breytingum á reglum. Lagt fram yfirlit um þjónustu umfram lögbundnar skyldur sveitarfélagins.
Sviðsstjóra falið að vinna að breytingum á reglum um heimaþjónustu og gjaldskrá samkvæmt umræðum á fundinum.

2.Endurskoðun reglna um akstursþjónustu fatlaðra og aldraðra 2015

1503272

Í tölvupósti frá 14. september gefur Jón Þorsteinn Sigurðsson, réttindagæslumaður fatlaðs fólks á Vesturlandi og Vestfjörðum umsögn sína um drög að reglum um akstursþjónustu fyrir fatlað fólk á Akranesi.
Velferðar- og mannréttindaráð þakkar ábendingar réttindagæslumanns og felur sviðsstjóra að svara fyrirspurnum hans. Gerðar breytingar á 3. grein reglnanna samkvæmt ábendingu Jóns Þorsteins.

3.Trúnaðarmál

1505095

Vísað til trúnaðarbókunar Velferðar- og mannréttindaráðs.

4.Breytingar á vinnuskipulagi í búsetuþjónustu

1507089

Áður á dagskrá 19. fundar Velferðar- og mannréttindaráðs þann 5. ágúst 2015. Staða mála varðandi mönnun kynnt og tillaga að skipulagi sérúrræðis.

5.Skrifstofuaðstaða fyrir forstöðumann sambýlisins við Laugarbraut

1509210

Leitað hefur verið að lausn á aðstöðuleysi forstöðumanns sambýlisins við Laugarbraut. Til greina kemur að leigja laust skrifstofurými í húsi Rauða krossins að Skólabraut 25a.
Velferðar- og mannréttindaráð óskar eftir að leitað verði lausna á aðstöðuleysi forstöðuþroskaþjálfa í húsnæði sveitarfélagsins.

6.Fundargerðir 2015 - Samráðshópur um þjónustumiðstöð að Dalbraut 6

1504123

Fundargerðir 7.-9. fundar samráðshóps um þjónustumiðstöð að Dalbraut 6, ásamt fylgigögnum lagðar fram til kynningar.

7.Vesturgata 102 - breytingar

1411152

Lagt fram til kynningar svarbréf Velferðarráðuneytis frá 14. september 2015, þar sem samþykkt er beiðni Akraneskaupstaðar um undanþágu frá stærðarviðmiðum reglugerðar nr. 1054/2010 um þjónustu við fatlað fólk á heimili sínu vegna Vesturgötu 102.
Velferðar- og mannréttindaráð mun skoða uppbyggingu á sambýlum á Akranesi með hliðsjón af svari ráðuneytisins.

Fundi slitið - kl. 19:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00