Fara í efni  

Velferðar- og mannréttindaráð

33. fundur 17. febrúar 2016 kl. 16:00 - 18:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir formaður
  • Einar Brandsson varaformaður
  • Gunnhildur Björnsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
  • Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
Dagskrá
Ingibjörg Pálmadóttir boðaði forföll. Anna Þóra Þorgilsdóttir mætti í hennar stað.

1.Mannréttindastefna - samráðshópar

1410137

Áframhald umræðna um samráðshópa í málefnum fatlaðra, aldraðra og innflytjenda. Lagðar fram fyrirmyndir að reglum og erindisbréfum.
Sviðsstjóra falið að gera drög að erindisbréfum samráðshópa samkvæmt umræðum á fundinum.

2.Búsetumál fatlaðs fólks

1411152

Umræður um vettvangsferð Velferðar- og mannréttindaráðs og teymis í málefnum fatlaðra til Landssamtakanna Þroskahjálpar og Styrktarfélagsins Áss 5. febrúar s.l.
Velferðar- og mannréttindaráð lýsir ánægju sinni með vettvangsferðina og þakkar fulltrúum Samtakanna Þroskahjálpar og Áss Styrktarfélags góðar móttökur.
Ráðið óskar eftir upplýsingum frá Kópavogi, Hafnarfirði og Reykjavík um reynslu þeirra af samstarfi við Ás styrktarfélag og þjónustusamninga.

3.Trúnaðarmál

1501132

Vísað til trúnaðarbókunar Velferðar- og mannréttindaráðs.

4.Stefnumótun Velferðar- og mannréttindasviðs

1503106

Umræður um verklag við stefnumótun í málefnum fatlaðra. Á fundi teymis í málefnum fatlaðra var kom fram að nokkuð er til af upplýsingum sem aflað hefur verið frá notendum, aðstandendum og öðrum hagsmunaaðilum. Teymið leggur til að farið verði yfir það efni og unnin drög að stefnu sem lögð yrðu til grundvallar fyrir umræðu á fundum með hagsmunaaðilum.
Velferðar- og mannréttindaráð samþykkir tillögu teymisins.

5.Fundargerðir 2015 - Starfshópur um þjónustumiðstöð að Dalbraut 6

1504123

Fundargerð 16. fundar samstarfshóps um þjónustumiðstöð að Dalbraut 6 frá 8. desember lögð fram til kynningar.

6.Fundargerðir 2016 - samráðshópur um þjónustumiðstöð að Dalbraut 6

1601358

Fundargerðir 17.-21. fundar samráðshóps um þjónustumiðstöð að Dalbraut 6 lagðar fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00