Fara í efni  

Velferðar- og mannréttindaráð

47. fundur 26. október 2016 kl. 16:00 - 18:48 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir formaður
  • Einar Brandsson varaformaður
  • Anna Þóra Þorgilsdóttir aðalmaður
  • Gunnhildur Björnsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Svala Kristín Hreinsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
  • Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
Dagskrá

1.Þjónustumiðstöð að Dalbraut 6

1410165

Bæjarráð vísaði, á fundi sínum 18. október 2016, skýrslu starfshóps um þjónustumiðstöð að Dalbraut 6 til umsagnar í velferðar- og mannréttindaráði.
Á fundinn mætti kl. 16:00 Laufey Jónsdóttir verkefnastjóri heimaþjónustu og kynnti niðurstöður starfshóps um þjónustumiðstöð að Dalbraut 6.
Velferðar- og mannréttindaráð þakkar starfshópnum fyrir sína vinnu. Ráðið telur skýrsluna nýtast vel í áframhaldandi vinnu við skipulagningu á aðstöðu fyrir félags- og frístundastarf eldri borgara og öryrkja á Akranesi. Ráðið leggur áherslu á að leitað verði eftir samráði við FEBAN og aðra hagsmunaaðila.
Laufey vék af fundi kl. 16:51.

2.Fjárhagsáætlun 2017 - 2020

1606079

Tíma- og verkáætlun og samþykkt forsenda fjárhagsáætlunar 2017 liggur fyrir.
Farið var yfir greinargerðir sviðsstjóra varðandi frávik og breytingar frá forsendum fjárhagsáætlunar.

3.Reglur Akraneskaupstaðar um stofnframlög

1610193

Drög að reglum Akraneskaupstaðar um stofnframlög liggja fyrir.
Velferðar- og mannréttindaráð samþykkir drög að reglum Akraneskaupstaðar um stofnframlag og vísar þeim til afgreiðslu í bæjarráði.

4.Trúnaðarmál

1608102

Afgreiðsla trúnaðarmál.

5.Almennar íbúðir - stofnstyrkur til Brynja hússjóður

1607041

Samstarf við Brynju hússjóð.
Velferðar- og mannréttindaráð leggur til við bæjarráð að farið verði í samstarf við Brynju hússjóð samkvæmt umsókn þeirra um stofnframlag Akraneskaupstaðar til kaupa á 6 íbúðum fyrir öryrkja fram til ársins 2018.

Fundi slitið - kl. 18:48.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00