Velferðar- og mannréttindaráð
Dagskrá
Í upphafi fundar var ósk sviðsstjóra um að bæta máli nr. 1601443 á dagskrá borin undir atkvæði. Samþykkt samhljóða.
1.Reglur um félagslega heimaþjónustu - endurskoðun
1602187
Lögð fram tillaga að endurskoðun á reglum um félagslega heimaþjónustu á vegum Akraneskaupstaðar.
Farið yfir tillöguna og gerðar nokkrar breytingar. Ákveðið að skoða frekar mörk þagnarskyldu. Vísað til næsta fundar.
2.Landsfundur jafnréttisnefnda sveitarfélaga 2016
1608185
Landsfundur jafnréttisnefnda sveitarfélaga 2016 verðu haldinn á Akureyri föstudaginn 16. september n.k.
Lagt fram.
3.Trúnaðarmál
1605058
4.Trúnaðarmál
1609017
5.Endurnýjun bifreiðar fyrir ferðaþjónustu fatlaðra
1601443
áður á dagskrá 42. fundar Velferðar- og mannréttindaráðs. Útboðslýsing vegna endurnýjunar á þjónustubifreið fyrir ferðaþjonustu fatlaðra lögð fram. Lýsingin hefur tekið nokkrum breytingum frá síðustu umfjöllun.
Velferðar- og mannréttindaráð samþykkir að auglýst verði eftir tilboðum.
Fundi slitið - kl. 18:00.