Fara í efni  

Velferðar- og mannréttindaráð

44. fundur 24. ágúst 2016 kl. 16:00 - 18:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir formaður
  • Einar Brandsson varaformaður
  • Anna Þóra Þorgilsdóttir aðalmaður
  • Gunnhildur Björnsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
Fundargerð ritaði: Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
Dagskrá

1.Hugmyndir um breytingar á fyrirkomulagi liðveislu

1608134

Heiðrún Janusardóttir, Svala Hreinsdóttir og Arnheiður Andrésdóttir mættu á fund ráðsins. Hugmyndir starfsmanna Þorpsins um breytingar á fyrirkomulagi félagslegrar liðveislu og aukna samþættingu við frístundastarf kynntar og ræddar.
Velferðar- og mannréttindaráð samþykkir að starfsmenn velferðar- og mannréttindasviðs og skóla- og frístundasviðs vinni í sameiningu áfram með hugmyndir um breytingar á fyrirkomulagi þjónstunnar.

2.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2016

1601444

Framhald umræðu um drög að frumvörpum um málefni fatlaðs fólks og um félagsþjónustu sveitarfélaga.

3.Lög um almennar íbúðir - framkvæmd

1607044

Lagt fram minnisblað um áhrif Sambands íslenskra sveitarfélaga nýrrar húsnæðislöggjafar á starfsemi sveitarfélaga á sviði húsnæðismála.
Samþykkt að óska eftir kynningu fulltrúa Sambandsins á löggjöfinni miðvikudaginn 31.8.2016 kl. 17.

4.Brynja, hússjóður - stofnstyrkur

1607041

Á fundi bæjarráðs þann 28. júlí var fjallað um umsókn Brynju hússjóðs um stofnstyrki skv. lögum nr. 56/2016 um almennar íbúðir til kaupa á 6 íbúðum fyrir öryrkja fram til ársins 2018. Umsóknin hljóðar upp á framlög að fjárhæð kr. 23,2 mkr. Þar af er sótt um 5,8 mkr. með vísan til heimilda um viðbótarframlag vegna skorts á leiguhúsnæði. Erindinu var vísað til Velferðar- og mannréttindaráðs til umfjöllunar.
Velferðar- og mannréttindaráð fagnar áhuga Brynju hússjóðs á því að fjárfesta í húsnæði fyrir öryrkja og telur að þörf sé fyrir fjölgun leiguíbúða fyrir þennan hóp á Akranesi.
Ráðið telur að setja þurfi reglur um málsmeðferð og auglýsa eftir umsóknum áður en umsóknir eru teknar til afgreiðslu til að tryggja jafnræði.
Ráðið leggur til að umsókn Brynju hússjóðs um 12% stofnstyrk og 4% viðbótarframlag vegna kaupa á einni íbúð árið 2016 verði samþykkt á grundvelli augljósrar þarfar, en afgreiðslu vegna kaupa á öðrum íbúðum verði frestað þar til reglur liggja fyrir. Áætluð útgjöld vegna framlaga sveitarfélagsins eru kr. 3.200.000. Ráðið bendir á að í fjárfestingaráætlun ársins 2016 er fjárheimild til kaupa á íbúð sem nýta mætti í þessum tilgangi. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarráðs. Ganga þarf úr skugga um að Brynja hússjóður uppfylli skilyrði 10 gr. laga um almennar íbúðir nr. 52/2016 áður en umsóknin er tekin til endanlegrar afgreiðslu.

Fundi slitið - kl. 18:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00