Fara í efni  

Velferðar- og mannréttindaráð

48. fundur 02. nóvember 2016 kl. 15:00 - 16:30 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir formaður
  • Einar Brandsson varaformaður
  • Anna Þóra Þorgilsdóttir aðalmaður
  • Gunnhildur Björnsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Svala Kristín Hreinsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
  • Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri
  • Laufey Jónsdóttir verkefnisstjóri heimaþjónustu
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
Dagskrá

1.Húsnæðismál ný lagassetning

1610043

Ný húsnæðislöggjafar sem tekur til laga um almennar íbúðir, húsnæðismál, breytingu á húsaleigulögum, húsnæðisbætur og húsnæðissamvinnufélög liggja fyrir.
Samantekt Sambands íslenskra sveitarfélaga um Áhrif nýrrar húsnæðislöggjafar gagnvart sveitarfélögum lögð fram.
Velferðar- og mannréttindaráð leggur til að stofnaður verði starfshópur sem falið verði að gera ítarlega greiningu á áhrifum og þeim breytingum sem húsnæðislöggjöfin hefur á sveitarfélagið. Fulltrúar í starfshópnum verða Svala Hreinsdóttir sviðsstjóri, Hrefna Rún Ákadóttir félagsráðgjafi og Vilborg Guðbjartsdóttir formaður velferðar- og mannréttindaráð.

2.Trúnaðarmál

1312089

Afgreiðsla trúnaðarmál.

3.Trúnaðarmál

1407106

Afgreiðsla trúnaðarmál.

4.Gjaldskrár 2017

1610119

Á 8. fundi Velferðar og mannréttindaráðs sem haldinn var þann 18. febrúar 2015 var samþykkt að stefna að einföldun gjaldskrár fyrir félagslega heimaþjónustu. Tillagan var að gjaldflokkum yrði fækkað úr þremur í tvo árið 2016 og úr tveimur í einn árið 2017. Áfram verði gert ráð fyrir að notendur með tekjur undir framfærsluviðmiðum Tryggingastofnunar njóti gjaldfrjálsrar þjónustu. Tekjumörk til ákvörðunar á greiðslu miðast við skattskyldar tekjur einstaklinga og hjóna.
Velferðar- og mannréttindaráð samþykkir og leggur til við bæjarráð að fækka gjaldflokkum úr tveimur í einn árið 2017. Áfram verði gert ráð fyrir að notendur með tekjur undir framfærsluviðmiðum Tryggingastofnunar njóti gjaldfrjálsrar þjónustu. Tekjumörk til ákvörðunar á greiðslu miðast við skattskyldar tekjur einstaklinga og hjóna. Frá og með 15. janúar 2017 verður einn gjaldflokkur fyrir félagslega heimaþjónustu kr. 1058 inni í því gjaldi er 3,2% hækkun í samræmi við almennar gjaldskrárhækkanir bæjarfélagsins fyrir árið 2017 samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar. Velferðar- og mannréttindaráð samþykkir og leggur til við bæjarráð að hækka gjaldskrá fyrir matarbakka og heimsendingu um 3,2% í samræmi við almennar gjaldskrárhækkanir bæjarfélagsins fyrir árið 2017 samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar. Hver matarbakki og heimsending kostar frá 1.janúar 2017 kr. 1.152. Sundurliðun er með þessum hætti: Hráefni kr. 1.003 Heimsendingarkostnaður kr. 149 Samtals: kr. 1.152 Laufey vék af fundi kl. 16:05.

Fundi slitið - kl. 16:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00