Velferðar- og mannréttindaráð
Dagskrá
1.Trúnaðarmál
1610117
Trúnaðarmál
Afgreiðsla trúnaðarmál.
2.Trúnaðarmál
1611028
Trúnaðarmál.
Afgreiðsla trúnaðarmál.
3.Könnunarviðræður við Ás styrktarfélag
1610011
Akraneskaupstaður óskað eftir afstöðu stjórnar Áss styrktarfélags til þess hvort til greina kæmi að taka þátt í byggingu og rekstri búsetukjarna á Akranesi fyrir fatlað fólk með mikla stuðningsþörf.
Velferðar- og mannréttindaráð vísar bréfinu til starfshóps um byggingu búsetukjarna fyrir fatlað fólk á Akranesi.
4.Þjónusta sem heyrir undir velferðar- og mannréttindaráð við íbúa á Akranesi.
1611105
Ábendingar hafa borist til ráðsmanna um þjónustu starfsmanna velferðar- og mannréttindasviðs.
Samkvæmt upplýsingum frá sviðsstjóra velferðar- og mannréttindasviðs þá taka forstöðumenn ábendingum sem koma um framkvæmd þjónustu og hvað má betur fara til skoðunar. Forstöðumenn og aðrir starfsmenn vinna með ábendingar í samvinnu við notendur, talsmenn notenda þegar þeir eru til staðar og aðstandendur og leita leiða til umbóta.
Velferðar- og mannréttindaráð telur mikilvægt að ofangreindir aðilar vinni í góðri sátt og samvinnu með hag notenda að leiðarljósi.
Velferðar- og mannréttindaráð telur mikilvægt að ofangreindir aðilar vinni í góðri sátt og samvinnu með hag notenda að leiðarljósi.
Fundi slitið - kl. 18:00.