Fara í efni  

Velferðar- og mannréttindaráð

50. fundur 30. nóvember 2016 kl. 16:00 - 18:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir formaður
  • Einar Brandsson varaformaður
  • Anna Þóra Þorgilsdóttir aðalmaður
  • Gunnhildur Björnsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Svala Kristín Hreinsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
  • Hrefna Rún Ákadóttir félagsráðgjafi
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
Dagskrá

1.Gjaldskrár 2017

1610119

Grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar Akraneskaupstaðar hækkaði um 3,2% á árinu 2016 í kr. 144.394.
Velferðar- og mannréttindaráð leggur til við bæjarráð að grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar hækki um 3,2% 1. janúar 2016. Grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar verður því kr. 149.015.

2.Trúnaðarmál.

1611170

Trúnaðarmál.
Afgreiðsla trúnaðarmál.

3.Trúnaðarmál.

1512143

Trúnaðarmál.
Afgreiðsla trúnaðarmál.

4.Trúnaðarmál.

1609017

Trúnaðarmál.
Afgreiðsla trúnaðarmál.

5.Fjárhagsáætlun 2017 - 2020

1606079

Tíma- og verkáætlun og samþykkt forsenda fjárhagsáætlunar 2017 liggur fyrir.
Hrefna vék af fundi kl. 17:10. Sviðsstjóri lagði fram upplýsingar um forsendur fjárhagsáætlunar 2017.

6.Bakvaktir barnaverndar

1610103

Bakvaktir Akraneskaupstaðar í barnaverndarmálum hafa verið frá 1. janúar 2011.
Umræður um fyrirkomulag bakvakta. Velferðar- og mannréttindaráð felur sviðsstjóra að kanna möguleika á samstarfi um bakvaktir við nágrannasveitarfélög.

7.Barnavernd Akraneskaupstaðar lykiltölur 2016

1611174

Tilkynningum til barnaverndar Akraneskaupstaðar fjölgaði nokkuð á milli áranna 2012-13 og svo aftur milli áranna 2013-2014. Tilkynningum fækkaði síðan aðeins á milli áranna 2014-2015 og hefur haldist nokkuð jafnt síðan. Starfsmenn barnaverndar Akraneskaupstaðar nýta svo kallað Gautaborgar mælitæki sem Barnaverndarstofa hefur nýlega innleitt sem byggir á því að mæla álag í starfi barnaverndar.
Umræður um stöðu barnaverndar.
Velferðar- og mannréttindaráð felur sviðsstjóra að greina stöðu málaflokksins og leggja niðurstöður aftur fyrir fund ráðsins í mars 2017.

8.Starfshópur um samráð og stefnumótun aldraðra

1611136

Á fundi bæjarráðs Akraness, sem haldinn var þann 24. nóvember síðastliðinn, voru drög að erindisbréfi fyrir starfshóp um samráð og stefnumótun aldraða á Akranesi lögð fram ásamt tillögu um skipun starfshópsins. Bæjaráð samþykkti erindisbréfið og tillögu um að skipa þær Vilborgu Þórunni Guðbjartsdóttur formann velferðar- og mannréttindaráðs og Svölu Hreinsdóttur sviðsstjóra velferðar- og mannréttindasviðs í hópinn og að Laufey Jónsdóttir verkefnisstjóri heimaþjónustu yrði ráðgefandi. Fulltrúar frá FEBAN eru þeir Jóhannes Finnur Halldórsson formaður og Júlíus Már Þórarinsson varaformaður.
Lagt fram til kynningar.

9.Trúnaðarmál.

1611131

Trúnaðarmál.
Afgreiðsla trúnaðarmál.

Fundi slitið - kl. 18:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00