Velferðar- og mannréttindaráð
Dagskrá
1.Trúnaðarmál.
1702147
Trúnaðarmál.
Afgreiðsla trúnaðarmál.
2.Bakvaktir barnaverndar
1612109
Starfsmenn Akraneskaupstaðar sem ganga bakvaktir barnaverndar hafa sagt upp samningi um bakvakir. Undanfarnar vikur hefur Róbert Ragnarssonar stjórnsýslufræðingur unnið að greiningu á stöðu málaflokks barnaverndar Akraneskaupstaðar. Niðurstaða þeirrar greiningar liggur nú fyrir.
Velferðar- og mannréttindaráð leggur til við bæjarráð að starfsmönnum sem ganga bakvaktir barnaverndar verði boðinn nýr samningur sem hefur í för með sér hækkun sem nemur kr. 1.100.000 á ári sem ekki rammast innan fjárhagsáætlunar.
3.Barnavernd Akraneskaupstaðar lykiltölur 2016
1611174
Á 50. fundi velferðar- og mannréttindaráðs þann 30.11.2016 var farið yfir fjölda tilkynninga til barnaverndar Akraneskaupstaðar. Sviðsstjóra var falið að greina stöðu
málaflokksins og leggja niðurstöður aftur fyrir fund ráðsins 22. mars 2017. Greinargerð Róberts Ragnarssonar stjórnsýslufræðings á greiningu á stöðu málaflokks barnaverndar Akraneskaupstaðar liggur nú fyrir.
málaflokksins og leggja niðurstöður aftur fyrir fund ráðsins 22. mars 2017. Greinargerð Róberts Ragnarssonar stjórnsýslufræðings á greiningu á stöðu málaflokks barnaverndar Akraneskaupstaðar liggur nú fyrir.
Sviðsstjóri og félagsmálastjóri kynntu niðurstöður greiningar Róberts Ragnarssonar stjórnsýslufræðings á stöðu barnaverndar.
Velferðar- og mannréttindaráð leggur til við bæjarráð að heimild verði veitt fyrir nýju 100% stöðugildi á velferðar- og mannréttindasviði.
Velferðar- og mannréttindaráð leggur til við bæjarráð að heimild verði veitt fyrir nýju 100% stöðugildi á velferðar- og mannréttindasviði.
Fundi slitið - kl. 17:15.