Velferðar- og mannréttindaráð
Dagskrá
1.Þroskahjálp húsbyggingasjóður samstarf
1802401
Bæjarráð samþykkti tillögu velferðar- og mannréttindaráðs um heimild fyrir frekari viðræðum við Húsbyggingasjóð Þroskahjálpar með það markmið í huga að veita stofnframlag til félagsins vegna kaupa eða byggingu íbúða fyrir fatlaða á Akranesi. Fulltrúar Húsbyggingasjóðs Þroskahjálpar mættu á 84. fund velferðar- og mannréttindaráðs þann 22. ágúst 2018 og kynnt áherslur samtakanna og Húsbyggingasjóðsins. Fulltrúarnir hvöttu ráðsmenn til að skoða þær byggingar sem eru í eigu Húsbyggingasjóðs og einnig þá eign sem er í byggingu.
Fundi slitið - kl. 18:00.
Velferðar- og mannréttindaráð leggur til við bæjarráð að gerður verði samstarfssamningur við Húsbyggingasjóð Þroskahjálpar um uppbyggingu á leiguhúsnæði fyrir fatlað fólk á Akranesi samkvæmt ákvæðum laga nr. 52/2016 um almennar íbúðir (stofnframlög). Gert verði ráð fyrir að áfangaskipta verkefninu. Fyrri áfanginn felst í byggingu á fimm íbúða íbúðarhúsnæði á tveimur hæðum að Beykiskógum 17. Síðari áfanginn felst í byggingu á fimm íbúða íbúðarhúsnæði á einni hæð og er lagt til að skipulags- og umhverfisráð geri tillögu um hentuga lóð til uppbyggingar.
Gert verði ráð fyrir fjárframlagi Akraneskaupstaðar í fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun Akraneskaupstaðar í fjárhagsáætlun ársins 2019 og þriggja ára áætlun 2020 til 2022.