Velferðar- og mannréttindaráð
Dagskrá
1.Þroskahjálp Húsbyggingasjóður - samningur um uppbyggingu
1809206
Velferðar- og mannréttindaráð fór yfir, á 87. fundi sínum þann 3. október 2018, fyrstu drög að samkomulagi við Landssamtökin Þroskahjálp vegna úthlutunar á lóð að Beykiskógum 7, Akranesi. Samkomulagið felur í sér að Húsbyggingasjóður Landssamtakanna Þroskahjálpar (Húsbyggingasjóður) mun sækja um og Akraneskaupstaður úthluta sjóðnum lóð að Beykiskógum 7 í því skyni að reisa þar leiguíbúðir ætlaðar fötluðu fólki, ásamt viðbótarrými vegna fötlunar íbúa. Landsamtökin Þroskahjálp hafa farið yfir ábendingar frá velferðar- og mannréttindaráði.
Fundi slitið - kl. 17:50.
Velferðar- og mannréttindaráð fór yfir ábendingar Þroskahjálpar um orðalag í drögum að samningi. Velferðar- og mannréttindaráð fór yfir samninginn og vísar honum til afgreiðslu í bæjarráði.