Velferðar- og mannréttindaráð
Dagskrá
1.Gistináttagjald í neyðarathvörfum Reykjavíkurborgar
1901235
Erindi barst frá Velferðarsviði Reykjavíkurbogar um samstarf um greiðslu gistigjalds í neyðarathvörfum Reykjavíkurborgar fyrir heimilislausa.
Reykjavíkurborg rekur tvö neyðargistiskýli fyrir húsnæðilausa einstaklinga. Gistiskýli að Lindargötu sem ætlað er heimilislausum karlmönnum og Konukot sem er rekið í samstarfi við Rauða Krossinn í Reykjavík, ætlað konum. Einstaklingar með lögheimili utan Reykjavíkur hafa fengið aðgang að neyðarskýlunum. Velferðarráð hefur samþykkt að setja upp gjaldskrá fyrir íbúa annarra sveitarfélaga en Reykjavíkur. Óskað er eftir samstarfi við Akraneskaupstað um greiðslur fyrir árið 2019 og fylgja drög að samningi.
Reykjavíkurborg rekur tvö neyðargistiskýli fyrir húsnæðilausa einstaklinga. Gistiskýli að Lindargötu sem ætlað er heimilislausum karlmönnum og Konukot sem er rekið í samstarfi við Rauða Krossinn í Reykjavík, ætlað konum. Einstaklingar með lögheimili utan Reykjavíkur hafa fengið aðgang að neyðarskýlunum. Velferðarráð hefur samþykkt að setja upp gjaldskrá fyrir íbúa annarra sveitarfélaga en Reykjavíkur. Óskað er eftir samstarfi við Akraneskaupstað um greiðslur fyrir árið 2019 og fylgja drög að samningi.
Velferðar- og mannréttindaráð felur sviðsstjóra að afla frekari upplýsinga um málið.
2.Curron - samningur um þjónustukerfið CaronONE
1901339
Heimaþjónustukerfi (CareOn) er ný tækni í velferðarþjónustu til að bæta þjónustu og hag þeirra sem njóta stuðningsþjónustu (áður félagslega heimaþjónustu).
Heimaþjónustukerfið heldur utan um allt skipulag þjónustunnar; hver á að fá þjónustu, hvenær, hvaða þjónustu, og hvaða starfsmaður á að veita hana. Jafnframt er öll framkvæmd þjónustunnar skráð í rauntíma þannig að frávik koma strax í ljós. Starfsfólk fær verkefnalista í snjallsíma. Í samráði við notendur er sett upp rafrænt heimilisauðkenni inn á hvert heimili sem nemur þegar starfsmenn koma og fara. Þannig er viðvera starfsfólks skráð þ.e. hversu langan tíma þjónustan tók og hvaða þjónusta var veitt. Þetta veitir yfirsýn og auðveldar skipulagningu.
Hugbúnaðurinn hefur verið þróaður og innleiddur í sveitarfélögum á Íslandi. Drög að samning og vinnslusamning liggja fyrir.
Heimaþjónustukerfið heldur utan um allt skipulag þjónustunnar; hver á að fá þjónustu, hvenær, hvaða þjónustu, og hvaða starfsmaður á að veita hana. Jafnframt er öll framkvæmd þjónustunnar skráð í rauntíma þannig að frávik koma strax í ljós. Starfsfólk fær verkefnalista í snjallsíma. Í samráði við notendur er sett upp rafrænt heimilisauðkenni inn á hvert heimili sem nemur þegar starfsmenn koma og fara. Þannig er viðvera starfsfólks skráð þ.e. hversu langan tíma þjónustan tók og hvaða þjónusta var veitt. Þetta veitir yfirsýn og auðveldar skipulagningu.
Hugbúnaðurinn hefur verið þróaður og innleiddur í sveitarfélögum á Íslandi. Drög að samning og vinnslusamning liggja fyrir.
Drög að samning og vinnslusamning lögð fram til kynningar. Málið verður aftur tekið fyrir á næsta fundi ráðsins.
3.Trúnaðarmál.
1901322
Trúnaðarmál.
4.Trúnaðarmál.
1901321
Trúnaðarmál.
5.Trúnaðarmál.
1901320
Trúnaðarmál.
6.Trúnaðarmál.
1901324
Trúnaðarmál.
Fundi slitið - kl. 17:15.