Velferðar- og mannréttindaráð
Dagskrá
Elsa Lára vék af fundi undir 3. dagskrálið.
1.Trúnaðarmál.
1902012
Trúnaðarmál.
Afgreiðsla trúnaðarmál.
2.Trúnaðarmál.
1902009
Trúnaðarmál.
Afgreiðsla trúnaðarmál.
3.Trúnaðarmál.
1902010
Trúnaðarmál.
Afgreiðsla trúnaðarmál.
4.Velferðarstefna Vesturlands
1901121
Að frumkvæði stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) hófst vinna við gerð Velferðarstefnu Vesturlands sl. vor. Nú liggja drög að stefnunni fyrir til umsagnar hjá sveitarfélögum á Vesturlandi og hjá öðrum hagsmunaaðilum. Bæjarráð Akraness fjallað um stefnuna á fundi sínum þann 9. janúar síðastliðinn og ákvað að efna til kynningarfundar á Akranesi mánudaginn 28. janúar sl. Íbúum gafst einnig kostur á að senda inn umsagnir um stefnunna á vef Akraneskaupstaðar.
Drög að Velferðarstefnu Vesturlands lögð fram til kynningar. Velferðar- og mannréttindaráð vill lýsa yfir ánægju sinni með störf starfshópsins. Velferðar- og mannréttindaráð leggur til að ráð bæjarins fundi sameiginlega um drög að Velferðarstefnu Vesturlands.
5.Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning 2019
1901356
Lögð er fram tillaga um breytingar á 4. lið 3. greinar í Reglum um sérstakan húsnæðisstuðning á Akranesi. Fjórði liður hljóði svona eftir breytingar:
„Samanlagðar eignir umsækjanda og annarra heimilismanna, 18 ára og eldri, á síðastliðnu ári séu í samræmi við eignaviðmið almennra húsnæðisbóta hverju sinni.“
„Samanlagðar eignir umsækjanda og annarra heimilismanna, 18 ára og eldri, á síðastliðnu ári séu í samræmi við eignaviðmið almennra húsnæðisbóta hverju sinni.“
Velferðar- og mannréttindaráð samþykkir tillögur um breytingar á 4. lið 3. greinar og vísar þeim til staðfestingar í bæjarstjórn.
6.Gistináttagjald í neyðarathvörfum Reykjavíkurborgar
1901235
Erindi sem barst frá Velferðarsviði Reykjavíkurbogar um samstarf um greiðslu gistigjalds í neyðarathvörfum Reykjavíkurborgar fyrir heimilislausa var lagt fyrir síðasta fund velferðar- og mannréttindaráðs. Ráðið óskaði eftir frekari upplýsingum um málið.
Reykjavíkurborg rekur tvö neyðargistiskýli fyrir húnsæðilausa einstaklinga. Gistiskýli að Lindargötu sem ætlað er heimilislausum karlmönnum og Konukot sem er rekið í samstarfi við Rauða Krossinn í Reykjavík, ætlað konum. Einstaklingar með lögheimili utan Reykjavíkur hafa fengið aðgang að neyðarskýlunum. Velferðarráð hefur samþykkt að setja upp gjaldskrá fyrir íbúa annarra sveitarfélaga en Reykjavíkur. Óskað er eftir samstarfi við Akraneskaupstað um greiðslur fyrir árið 2019 og fylgja drög að samningi.
Reykjavíkurborg rekur tvö neyðargistiskýli fyrir húnsæðilausa einstaklinga. Gistiskýli að Lindargötu sem ætlað er heimilislausum karlmönnum og Konukot sem er rekið í samstarfi við Rauða Krossinn í Reykjavík, ætlað konum. Einstaklingar með lögheimili utan Reykjavíkur hafa fengið aðgang að neyðarskýlunum. Velferðarráð hefur samþykkt að setja upp gjaldskrá fyrir íbúa annarra sveitarfélaga en Reykjavíkur. Óskað er eftir samstarfi við Akraneskaupstað um greiðslur fyrir árið 2019 og fylgja drög að samningi.
Velferðar- og mannréttindaráð frestar afgreiðslu málsins þar til húsnæðisstefna Akraneskaupstaðar liggur fyrir.
7.Curron - samningur um þjónustukerfið CaronONE
1901339
Drög að samning milli Akraneskaupstaðar og Curron um þjónustukefið CareONE auk og vinnslusamnings voru lögð til kynningar fyrir síðasta fund ráðsins. Heimaþjónustukerfi (CareOn) er nýja tækni í velferðarþjónustu til að bæta þjónustu og hag þeirra sem njóta stuðningsþjónustu (áður félagslega heimaþjónustu).
Velferðar- og mannréttindaráð samþykkir samning við Curron um þjónustukerfið CareONE ásamt vinnslusamning. Ráðið vísar samningunum til samþykktar í bæjarráði.
8.Öldungaráð Akraneskaupstaðar 2019-2022.
1902030
Með breytingum á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga sem tóku gildi þann 1. október 2018 voru nýmæli sem m.a. fjalla um að öldungaráð taki við því hlutverki sem þjónustuhópum aldraðra hefur fram til þessa verið falið að sinna. Er gert ráð fyrir því að öldungaráð starfi í hverju sveitarfélagi. Öldungaráðum er fyrst og fremst ætlað að vera formlegur vettvangur fyrir samráð við notendur um öldrunarþjónustu. Skipa skal öldungaráð að hverjum sveitarstjórnarkosningum loknum. Í því sitja að lágmarki þrír fulltrúar kosnir af sveitarstjórn, þrír fulltrúar tilnefndir af félagi eldri borgara og einn fulltrúi frá heilsugæslunni. Sveitarstjórnir hafa því í hendi sér þann fjölda fulltrúa sem skipar ráðið hverju sinni umfram lögbundið lágmark. Í ljósi þessa var gerð breyting á samþykkt um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar. Samgöngu- og sveitarstjórnaráðuneytið hefur samþykkt breytingarnar. Fyrirliggjandi er samþykkt fyrir öldungaráð Akraness.
Velferðar- og mannréttindaráð felur sviðsstjóra að óska eftir tilnefningu frá Félagi eldri borgara á Akranesi og nágrenni (FEBAN) á þremur fulltrúum í öldungaráðið og óska jafnframt eftir tilnefningu á einum fulltrúa frá Heilbrigðisstofnun Vesturlands - heilsugæslu í ráðið. Bæjarstjórn mun tilnefna þrjá fulltrúa í öldungaráðið kosna af sveitarstjórn. Velferðar- og mannréttindaráð leggur áherslu á að við skipun í ráðið verði gætt að kynjahlutföllum og aldursdreifingu eins og segir í samþykkt fyrir öldungaráð.
9.Samráðshópur Akraneskaupstaðar um málefni fatlaðs fólks 2019-2022.
1902033
Með breytingum á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga sem tóku gildi þann 1. október 2018 voru nýmæli sem m.a. fjalla um það að í sveitarfélagi skuli starfa formlegur samráðsvettvangur er nefnist samráðshópur um málefni fatlaðs fólks. Samráðshópurinn hefur það hlutverk að fjalla um þjónustu við fatlað fólk og framkvæmd og þróun þjónustunnar. Skipa skal samráðshópinn að hverjum sveitarstjórnarkosningum loknum. Í samráðshópnum skulu að lágmarki sitja þrír fulltrúar kosnir af sveitarstjórn og þrír fulltrúar tilnefndir af hagsmunasamtökum fatlaðs fólks.
Sveitarstjórnir hafa í hendi sér þann fjölda fulltrúa sem skipar ráðið hverju sinni umfram lögbundið lágmark. Í ljósi þessa var gerð breyting á samþykkt um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar. Samgöngu- og sveitarstjórnaráðuneytið hefur samþykkt breytingarnar. Fyrirliggjandi er samþykkt erindisbréf samráðshóps um málefni fatlaðra.
Sveitarstjórnir hafa í hendi sér þann fjölda fulltrúa sem skipar ráðið hverju sinni umfram lögbundið lágmark. Í ljósi þessa var gerð breyting á samþykkt um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar. Samgöngu- og sveitarstjórnaráðuneytið hefur samþykkt breytingarnar. Fyrirliggjandi er samþykkt erindisbréf samráðshóps um málefni fatlaðra.
Velferðar- og mannréttindaráð felur sviðsstjóra að óska eftir tilnefningu frá hagsmunasamtökum fatlaðs fólks á Akranesi. Bæjarstjórn mun tilnefna þrjá fulltrúa í samráðshópinn kosna af sveitarstjórn.
Fundi slitið - kl. 18:15.