Fara í efni  

Velferðar- og mannréttindaráð

105. fundur 08. maí 2019 kl. 16:00 - 18:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir formaður
  • Anna Þóra Þorgilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri
Dagskrá

1.Heimahjúkrun og félagsþjónusta - staða

1904138

Heimahjúkrun og heimaþjónusta - staða
Laufey Jónsdóttir, verkefnastjóri heimaþjónustu kom inn á fundinn undir þessum lið og kynnti málið. Velferðar- og mannréttindaráð þakkar Laufeyju Jónsdóttur fyrir kynninguna.

Velferðar- og mannréttindaráð leggur til að ekki verði tekin ákvörðun um aukna þjónustu á sérstökum frídögum og stórhátíðardögum að svo stöddu. Starfandi sviðsstjóra og verkefnastjóra heimaþjónustu er falið að leita eftir samráði við deildarstjóra og forsvarsmenn HVE til að skoða með hvaða hætti hægt er að auka eða breyta samstarfinu miðað við núverandi stöðu.

2.Holtsflöt 9 - Næturvaktir

1904110

Holtsflöt 9 - Næturvaktir
Gunnhildur Vala Valsdóttir forstöðumaður búsetuþjónustunnar að Holtsflöt 9, kom inn undir þessum lið og kynnti stöðu öryggismála í þjónustunni. Velferðar- og mannréttindaráð þakkar forstöðumanni fyrir kynninguna.

Velferðar- og mannréttindaráð lýsir áhyggjum af stöðunni og leggur til að starfandi sviðsstjóra og forstöðumanni sé falið að vinna málið áfram fram að næsta fundi ráðsins.

3.Íbúðir fyrir fatlaða einstaklinga - stofnstyrkur til Brynja hússjóður

1904086

Íbúðir fyrir fatlaða einstaklinga - stofnstyrkur til Brynju Hússjóðs.
Bæjarráð vísar samþykkt sinni til umfjöllunar í Velferðar- og mannréttindaráði.
Velferðar- og mannréttindaráð fagnar ákvörðun bæjarráðs um veitingu stofnframlags vegna kaupa á allt að tíu íbúðum Brynju hússjóðs Öryrkjabandalagsins hér á Akranesi.

4.Trúnaðarmál

1811060

Trúnaðarmál
Trúnaðarmál.

Fundi slitið - kl. 18:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00