Velferðar- og mannréttindaráð
Dagskrá
1.Jafnréttisáætlun Akraneskaupstaðar
1906161
Jafnréttis- og framkvæmdaáætlun Akraneskaupstaðar kynnt og sett fram til umsagnar til Velferðar- og mannréttindaráðs. Jafnréttisstofa hefur móttekið og yfirfarið jafnréttis- og framkvæmdaáætlun Akraneskaupstaðar og metur það svo að þær uppfylli kröfur laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.
Velferðar- og mannréttindaráð lýsir ánægju sinni með Jafnréttis- og framkvæmdaáætlun Akraneskaupstaðar. Ráðið leggur áherslu á að áætlanirnar verði hafðar að leiðarljósi í allri vinnu hjá Akraneskaupstað.
2.Uppgjör á bankainnistæðum sambýlisins að Vesturgötu 102
1709089
Lögð fram drög að uppgjöri á Sambýlinu að Vesturgötu 102 sem hætti starfsemi í byrjun árs 2014. Um er að ræða annars vegar bankareikninga sem fyrrum íbúar sambýlisins lögðu inn á til sameiginlegs reksturs heimilisins og hins vegar sem hagsmunaaðilar lögðu inn á til að styðja við starfsemi sambýlisins.
Velferðar- og mannréttindaráð mælir með því að farið verði eftir þeim drögum sem kynnt voru varðandi uppgjör á sambýlinu á Vesturgötu 102. Ráðið leggur áherslu á að gengið verði frá þessu hið fyrsta.
3.Holtsflöt 9 - Vaktafyrirkomulag
1904110
Kynnt staða í búsetu fatlaðra.
Velferðar- og mannréttindaráð felur sviðstjóra að taka saman kostnað vegna tímabundinnar viðbótar í starfsmannahaldi. Velferðar- og mannréttindaráð felur sviðstjóra að fylgja málinu eftir inn í bæjarráð.
4.Trúnaðarmál
1410055
Trúnaðarmál
Trúnaðarmál.
Fundi slitið - kl. 17:00.