Fara í efni  

Velferðar- og mannréttindaráð

116. fundur 03. desember 2019 kl. 16:00 - 19:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Kristinn Hallur Sveinsson formaður
  • Einar Brandsson varaformaður
  • Anna Þóra Þorgilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri
  • Hrefna Rún Ákadóttir félagsráðgjafi
  • Laufey Jónsdóttir verkefnisstjóri heimaþjónustu
Fundargerð ritaði: Sveinborg Kristjánsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
Dagskrá
Kristinn Hallur Sveinsson vék af fundi undir máli nr. 2. Ívar Orri Kristjánsson kom inn sem varamaður fyrir Kristinn.

1.Kynning á þjónustu og stöðu mála í málaflokki fatlaðra

1911188

Kynning á málaflokki fatlaðra.
Arnheiður Andrésdóttir ráðgjafaþroskaþjálfi og Berglind Jóhannesdóttir ráðgjafaþroskaþjálfi sátu fundinn undir þessum lið og kynntu þjónustuna og stöðuna í málaflokki fatlaðra.
Velferðar- og mannréttindaráð þakkar starfsmönnum fyrir greinargóða kynningu.

2.Trúnaðarmál.

1808082

Trúnaðarmál.
Trúnaðarmál.

3.Trúnaðarmál.

1911031

Trúnaðarmál.
Trúnaðarmál.

4.Dalbraut 4 - hönnun þjónusturýmis aldraðra og innra skipulag.

1904230

Kynntar verða nýjustu teikningar sem fyrir liggja varðandi innréttingar í þjónustumiðstöðinni við Dalbraut 4 og farið yfir hugmyndir starfsmanna að innra skipulagi þar.
Karl Jóhann Haagensen verkefnastjóri á Skipulags- og umhverfissviði sat fundinn undir þessum lið og kynnti teikningar af þjónustumiðstöðinni á Dalbraut 4. Laufey Jónsdóttir verkefnastjóri á Velferðar- og mannréttindasviði kynnti hugmyndir teymis í stuðnings- og stoðþjónustu um innra starf í þjónustumiðstöðinni.
Velferðar- og mannréttindaráð þakkar góða kynningu.

5.Þjónustuíbúðir fyrir 67 ára og eldri

1909174

Á fundi velferðarráðs þann 8. ágúst síðastliðinn var tekin fyrir greinargerð um þörf fyrir þjónustuíbúðir fyrir 67 ára og eldri á Akranesi. Ákveðið var að kortleggja þörfina enn betur í samvinnu við heimahjúkrun HVE og framkvæmdastjóra Höfða. Nú liggur fyrir niðurstaða þeirrar kortlagningar og verður hún kynnt á fundinum.
Samkvæmt lögum um málefni aldraðra er kveðið á um þjónustuíbúðir. Nýlega var gerð óformleg könnun um fjölda þeirra sem hugsanlega geta nýtt sér slíka þjónustu á Akranesi og voru það 14 einstaklingar.
Velferðar- og mannréttindaráð leggur til við bæjarráð að hafin verði undirbúningur að því að kaupa þjónustuíbúðir fyrir eldri borgara á Akranesi.

6.Ályktun Öldungaráðs vegna málefna Höfða

1911090

Kynnt ályktun Öldungaráðs sem send var til heilbrigðisráðherra og víðar um stöðuna á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Höfða.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00