Fara í efni  

Velferðar- og mannréttindaráð

117. fundur 18. desember 2019 kl. 16:00 - 17:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Kristinn Hallur Sveinsson formaður
  • Einar Brandsson varaformaður
Starfsmenn
  • Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri
  • Hrefna Rún Ákadóttir félagsráðgjafi
Fundargerð ritaði: Sveinborg Kristjánsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
Dagskrá

1.Stuðningsþjónusta - ný deild

1904071

Lagt er fram minnisblað vegna stöðu nokkurra þjónustuþátta sem heyra undir stuðningsþjónustu. Staðan verður kynnt út frá því að ekki fékkst fjármagn til að auka þjónustuna eða til að mæta þeim umframkostnaði sem fyrirsjáanlegur er strax í byrjun árs 2020.
Með minnisblaðinu fylgja þær greinargerðir sem sem unnar voru í tengslum við fjárhagsáætlun 2020.
Laufey Jónsdóttir verkefnastjóri heimaþjónustu sat fundinn undir þessum lið og kynnti fjárhagslega stöðu í stuðnings- og stoðþjónustu fyrir árið 2020.
Velferðar- og mannréttindaráð þakkar Laufeyju fyrir greinargóða kynningu.

2.Starfsáætlun Akraneskaupstaðar 2020

1912034

Kynnt starfsáætlun Velferðar- og mannréttindasviðs fyrir árið 2020.
Tillaga að starfsáætlun Velferðar- og mannréttindasviðs lögð fram.

3.Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks

1912177

Skipan í samráðshóp um málefndi fatlaðs fólks skv. lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991.
Samkvæmt breytingum á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 skal í hverju sveitarfélagi starfa formlegur samráðsvettvangur er nefnist samráðshópur um málefni fatlaðs fólks. Í samráðshópnum skulu að lágmarki sitja þrír fulltrúar kosnir af bæjarstjórn og þrír fulltrúar tilnefndir af hagsmunasamtökum fatlaðs fólks. Þroskahjálp hefur tilnefnt Borghildi Birgisdóttur, Öryrkjabandalagið hefur tilnefnt Böðvar Guðmundsson og Sjálfbjörg hefur tilnefnt Sólveigu Sigurðardóttur.
Velferðar- og mannréttindaráð mælir með því við bæjarstjórn að tilnefna Kristínu Þóru Jóhannsdóttur, Sylvíu Kristinsdóttur og Halldór Jónsson sem fulltrúa bæjarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 17:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00