Velferðar- og mannréttindaráð
Dagskrá
1.Frumvarp til laga um samþættingu velferðarþjónustu í þágu barna
2001026
Drög að frumvarpi til laga um samþættingu velferðarþjónustu í þágu barna. Félagsmálaráðuneytið hefur óskað eftir áliti bakhjarla áður en drögin verða fullbúin og sett í formlegt samráð. Koma þarf athugasemdum til ráðuneytisins fyrir 10. janúar nk.
Drög að frumvarpi til laga um samþætta velferðarþjónustu í þágu barna kynnt.
2.Kynning á fjölda og stöðu fjárhagsaðstoðar 2019
2001028
Hrefna Rún Ákadóttir félagsmálastjóri kynnir fjöldatölur og kostnað vegna fjárhagsaðstoðar 2019.
Velferðar- og mannréttindaráð þakkar Hrefnu Rún Ákadóttur félagsmálastjóra greinargóða kynningu stöðu fjárhagsaðstoðar 2019.
Fundi slitið - kl. 18:00.