Fara í efni  

Velferðar- og mannréttindaráð

126. fundur 06. maí 2020 kl. 16:00 - 18:40 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Kristinn Hallur Sveinsson formaður
  • Einar Brandsson varaformaður
  • Anna Þóra Þorgilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Svala Kristín Hreinsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
  • Sveinborg Kristjánsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
  • Hrefna Rún Ákadóttir félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Sveinborg Krisjánsdóttir félagsmálastjóri
Dagskrá
Gunnhildur Vala Valsdóttir forstöðumaður búsetuþjónustu fatlaðra sat fundinn undir máli nr. 3 og Laufey Jónsdóttir verkefnastjóri heimaþjónustu sat fundinn undir málum nr. 1 og 4.

1.Viðbragðsáætlun velferðar- og mannréttindasviðs við heimsútbreiðslu inflúensu

2003068

Viðbragðsáætlun Velferðar- og mannréttindasviðs - stöðumat.
Lagt fram til kynningar.

2.Umhverfisstefna Akraneskaupstaðar

1811112

Skipulags- og umhverfisráð óskar eftir umsögn ráðsins um umhverfisstefnu Akraneskaupstaðar.
Velferðar- og mannréttindaráð fagnar metnaðarfullri umhverfisstefnu Akraneskaupstaðar og felur sviðsstjóra að koma athugasemdum um aðgerðaáætlun á framfæri við umhverfisstjóra.

3.Bílaleigusamningur vegna búsetuþjónustu

1801079

Samningur um langtímaleigu á bifreið í búsetuþjónustu fyrir fatlaða við Bílaleigu Flugleiða Herzt.
Velferðar- og mannréttindaráð samþykkir ósk um þriggja mánaða framlengingu á núverandi samningi.Velferðar- og mannréttindaráð leggur til að gerð verði verðkönnun hjá fleiri bílaleigum.

4.Samningur um akstur á heimsendum mat

2004173

Samningur um akstur á heimsendum matarbökkum.
Velferðar- og mannréttindaráð samþykkir drög að nýjum samningi og vísar honum til staðfestingar í bæjarráði. Viðbótarkostnaður á ársgrundvelli er um kr. 900.000.

5.Atvinnuátaksverkefni

2004189

Í aðgerðarpakka ríkisstjórnar eru lagðar fram 2.200 m.kr. til sérstaks átaks til að fjölga tímabundnum störfum fyrir námsmenn 18 ára og eldri á komandi sumri sem eiga engan eða takmarkaðan rétt til atvinnuleysisbóta. Gert er ráð fyrir að Vinnumálastofnun greiði til sveitarfélags eða opinberrar stofnunar rúmar 316 þús.kr. á mánuði fyrir hvern einstakling en stofnun eða sveitarfélag verður að tryggja að öllum starfsmönnum verði greidd laun samkvæmt kjarasamningum. Um 1000 störf er að ræða fyrir sveitarfélög. Bæjarráð hefur óskað eftir því að fagráðin fjalli um þau störf sem sviðin hafa sett fram að gætu fallið undir þetta verkefni og óskað eftir nánari skilgreinu á þeim.

Tekin hefur verið saman lýsing á þeim störfum á velferðar- og mannréttindasviði gætu fallið undir þetta átaksverkefni.
Velferðar- og mannréttindaráð tekur undir tillögur starfsmanna sviðsins að sumarstörfum í tengslum við atvinnuátaksverkefni fyrir námsmenn og vísar þeim til bæjarráðs.

6.Fjöliðjan

1910179

Skipaður hefur verið vinnuhópur embættismanna til að fjalla um viðhald og stækkun húsnæðis Fjöliðjunnar vinnu- og hæfingarstaðar að Dalbraut 10. Vinnuhópinn skipa frá skipulags- og umhverfissviði Karl Jóhann Haagensen Verkefnastjóri hjá skipulags- og umhverfissviði og Alfreð Þór Alfreðsson Rekstrarstjóri áhaldahúss og umsjónarmaður fasteigna. Frá velferðar- og mannréttindasviði Guðmundur Páll Jónsson forstöðumaður, Ásta Pála Harðardóttir yfirþroskaþjálfi og Árni Jón Harðarson verk- og deildarstjóri. Með vinnuhópnum starfa einnig Sigurður Páll Harðarðson sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs og Svala Hreinsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs.
Markmiðið er að vinnuhópurinn skili af sér mögulegum sviðsmyndum um uppbyggingu starfsemi Fjöliðjunnar á núverandi stað við Dalbraut 10. Gert er ráð fyrir að vinnuhópurinn skili af sér tillögum eigi síðar en 15. júní næstkomandi.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:40.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00