Velferðar- og mannréttindaráð
Dagskrá
1.COVID 19 - aukið félagsstarf fullorðinna sumarið 2020
2005237
Félagsmálaráðuneytið veitti sveitarfélögum styrk til verkefna til að auka stuðning við félagsstarf fyrir aldraða og öryrkja í sumar. Akraneskaupstaður fékk styrk til að bjóða upp á fjölbreytt tómstundaverkefni og liggur lokaskýrsla þessa verkefnis fyrir.
2.Jafnlaunavottun - úttekt
2005060
Á 1317. fundi bæjarstjórnar þann 8. september 2020 var Jafnlaunavottun úttekt, vísað til umsagnar í fagráðum, ungmennaráði og öldungaráði Akraness.
Steinar Adolfsson sviðsstjóri fjármálasviðs kemur inn á fundinn undir þessum lið. Velferðar- og mannréttindaráð samþykkir jafnlaunastefnu Akraneskaupstaðar með athugasemdum. Steinar víkur af fundi.
3.Reglur Akraneskaupstaðar um íþrótta- og tómstundastyrki fyrir börn á tekjulágum heimilum.
2009128
Í fjáraukalögum fyrir árið 2020, sbr. lög nr. 26/2020, nr. 36/2020, um afmarkaðar og tímabundnar ráðstafanir til að bregðast við áhrifum COVID-19 faraldursins, var samþykkt 600 m.kr. framlag til sveitarfélaga í því skyni að gera þeim kleift að veita styrki til tekjulágra heimila þannig að öll börn geti óháð efnahag stundað íþróttir og aðrar tómstundir.
Félagsmálaráðuneytinu hefur gefið út leiðbeiningar til að samræma úthlutun sérstakra íþrótta- og tómstundastyrkja fyrir börn á tekjulágum heimilum fyrir sveitarfélög. Styrkirnir eru veittir af sveitarfélögum á grundvelli VI. kafla laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991. Sveitarfélög setja sérstakar reglur um íþrótta- og tómstundastyrki fyrir börn á tekjulágum heimilum.
Félagsmálaráðuneytinu hefur gefið út leiðbeiningar til að samræma úthlutun sérstakra íþrótta- og tómstundastyrkja fyrir börn á tekjulágum heimilum fyrir sveitarfélög. Styrkirnir eru veittir af sveitarfélögum á grundvelli VI. kafla laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991. Sveitarfélög setja sérstakar reglur um íþrótta- og tómstundastyrki fyrir börn á tekjulágum heimilum.
Velferðar- og mannréttindaráð samþykkir fyrirliggjandi drög og vinnulag vegna úthlutunar á íþrótta- og tómstundastyrkjum fyrir börn á tekjulágum heimilum. Ráðið felur starfsmönnum sviðsins að útfæra framkvæmd verkefnisins.
Fundi slitið - kl. 18:45.
Kynnt voru þau verkefni og fjölbreytt tómstundatilboð sem voru í boði í sumar.