Velferðar- og mannréttindaráð
Dagskrá
1.Frumhvæðisathugun á stöðu einstaklinga sem ekki eru mæltir á íslensku í samskiptum við íslensk stjórnvöld
2007137
Erindi Umboðsmanns Alþingis um framkvæðisathugum á stöðu einstaklinga sem ekki eru mæltir á íslensku í samskiptum við íslensk stjórnvöld.
Lagt fram til upplýsinga.
2.Reglur um akstursþjónustu fyrir fatlað fólk
2009212
Samkvæmt 29. gr. laga nr. 40/1991 um félagsþjónustu sveitarfélaga, með síðari breytingum og lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018 skulu sveitarfélög veita fötluðu fólki kost á akstursþjónustu. Sveitarfélög hafa lengi haft slíkar skyldur og hefur þjónustan verið útfærð hjá hverju sveitarfélagi fyrir sig.
Með breytingum á lögum um félagsþjónustu hafa fylgt leiðbeiningar frá félagsmálaráðuneytinu sem unnar voru í samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga og hagsmunasamtök fatlaðs fólks. Leiðbeiningunum er ætlað að stuðla að samræmi milli sveitarfélaga og þjónustusvæða. Akraneskaupstaður hefur verið með ferðaþjónustu fyrir faltað fólk en nú liggja fyrir drög að breytingum á reglum um ferðaþjónustu sem munu bera heitið akstursþjónusta fyrir fatlað fólk. Endurskoðunin er á grundvelli 29. gr. laga nr. 40/1991, um félagsþjónustu sveitarfélaga leiðbeiningum félagsmálaráðuneytisins.
Með breytingum á lögum um félagsþjónustu hafa fylgt leiðbeiningar frá félagsmálaráðuneytinu sem unnar voru í samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga og hagsmunasamtök fatlaðs fólks. Leiðbeiningunum er ætlað að stuðla að samræmi milli sveitarfélaga og þjónustusvæða. Akraneskaupstaður hefur verið með ferðaþjónustu fyrir faltað fólk en nú liggja fyrir drög að breytingum á reglum um ferðaþjónustu sem munu bera heitið akstursþjónusta fyrir fatlað fólk. Endurskoðunin er á grundvelli 29. gr. laga nr. 40/1991, um félagsþjónustu sveitarfélaga leiðbeiningum félagsmálaráðuneytisins.
Krisinn Hallur vék af fundi undir þessum lið.
Laufey Jónsdóttir sat fundinn undir þessum lið.
Drög að reglum um akstursþjónustu fyrir fatlað fólk lög fram til kynningar. Velferðar- og mannréttindaráð vísar drögunum til efnislegrar umsagnar í notendaráð um málefni fatlaðs fólks.
Laufey Jónsdóttir sat fundinn undir þessum lið.
Drög að reglum um akstursþjónustu fyrir fatlað fólk lög fram til kynningar. Velferðar- og mannréttindaráð vísar drögunum til efnislegrar umsagnar í notendaráð um málefni fatlaðs fólks.
3.Viðbragðsáætlun velferðar- og mannréttindasviðs við heimsútbreiðslu inflúensu
2003068
Viðbragðsáætlun á velferðar- og mannréttindasviði vegna COVID-19. Stöðumat og upplýsingar.
Lagt fram til upplýsinga.
4.Skammtímadvöl - könnun
2006313
Skammtímadvöl fyrir fötluð börn. Upplýsingar um starfshætti skammtímadvalar.
Málinu frestað til næsta fundar.
Fundi slitið - kl. 19:00.